Upplýsingafundir v. lesfimi- og stuðningsprófa Matsferils fyrir kennara og skólastjórnendur
21. nóvember 2025
Í janúar á nýju ári verða lesfimi- og stuðningspróf MMS lögð fyrir í Matsferli. Matsferill kemur í stað Skólagáttarinnar og verður hann framtíðarheimili fjölbreyttra matstækja sem hafa það að markmiði að veita góðar upplýsingar um árangur af kennslu og stöðu nemenda.
Okkur hjá miðstöðinni langar til að bjóða kennurum og skólastjórnendum á mikilvægan upplýsinga- og fræðslufund til að kynna fyrir ykkar þær breytingar sem flutningur prófanna í Matsferil hefur í för með sér. Við höfum í þeirri vinnu nýtt þekkingu og reynslu undanfarinna ára og ein mikilvæg breyting er t.d. sú að gömlu viðmiðin verða lögð niður og ný nálgun tekin upp í stað þeirra. Með henni fá kennarar, nemendur og forsjáraðilar greinarbetri upplýsingar um stöðu nemenda.
Upplýsinga- og fræðslufundirnir verða á Teams og efnið alltaf það sama. Á bak við hverja dags- og tímasetningu fundanna er hlekkur svo vinsamlegast haldið þessum pósti til haga. Þið hafið val um fjórar fundadagsetningar og verður hver fundur um 40 mínútna langur.