Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Nýtt samstarf um eflingu náttúrufræðslu

24. nóvember 2025

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Perlan hafa gert með sér samstarfssamning sem miðar að því að efla náttúrufræðslu og náttúrulæsi barna og ungmenna um allt land. Samningurinn var undirritaður 20. nóvember og markar upphaf spennandi þróunar á bæði stafrænum námsleik og nýjum gagnagrunni um íslenska náttúru.

Við undirritun samnings voru viðstödd: Andri Már og Katrín frá MMS og Gunnar, Margrét og Helena frá Perlunni.

Perlan hefur síðastliðið ár unnið að þrívíddarskönnun sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru og þróun námsleiks sem gerir börnum um allt land kleift að upplifa náttúru Íslands á gagnvirkan og aðgengilegan hátt. Fyrsta útgáfa leiksins er nú tilbúin til prófana í grunn- og framhaldsskólum.

Starfshópur frá MMS og Perlunni mun vinna náið með áhugasömum kennurum og skólum sem taka þátt í þróun og prófunum á leiknum. Á sama tíma hefst vinna við öflugan gagnagrunn um íslenska náttúru sem mun nýtast við gerð kennsluefnis í náttúrufræði, meðal annars með stuðningi gervigreindar.

Markmið verkefnanna er skýrt: að gera náttúrufræði aðgengilega, lifandi og skemmtilega fyrir alla nemendur landsins og styðja kennara í að skapa fjölbreytt og áhugahvetjandi námstækifæri.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280