Erlent samstarf
Embætti landlæknis tekur þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi með alþjóðastofnunum og samtökum á Norðurlöndum, í Evrópu og á heimsvísu.
HSSD. Healthy Safe and Sustainable Diet. Vinnuhópur um hollt, öruggt og sjálfbært mataræði.
NDN. Nordic Diet Network. Norrænt samstarf um ráðleggingar um mataræði.
Nordic Network on Dietary Surveys. Norrænt samstarf um kannanir á mataræði
NORMO. Norræn vöktun á mataræði, hreyfingu, holdafari og áfengis- og tóbaksnotkun
Nordic Network for Physical Activity. Norrænt samstarf á sviði hreyfingar
Nordic Network on Mental Health. Norrænt samstarf um geðheilbrigði
Nordic Tobacco Network. Norrænt samstarf á sviði tóbaksvarna
NOMBIR. Nordic Medical Birth Register. Embætti landlæknis tekur þátt í norrænu samstarfi fæðingaskráa á Norðurlöndunum. Samvinna við aðrar fæðingaskrár eykur möguleika á samanburði á fæðingarútkomum milli Norðurlandanna.
NOMESKO. Nordisk Medicinalstatistik Komité. Norræn nefnd um heilbrigðistölfræði sem vinnur að því að skapa grundvöll fyrir samanburð heilbrigðisupplýsinga milli Norðurlandanna.
Value from Nordic health data - VALO project. Norrænt verkefni sem miðar að því að styrkja forystu og samkeppnishæfni Norðurlandanna í samstarfsverkefnum á sviði heilbrigðisrannsókna, þróunar og nýsköpunar. VALO verkefninu er ætlað að efla norrænt samstarf þvert á landamæri við endurnýtingu heilbrigðisgagna (með endurnýtingu heilbrigðisgagna er átt við nýtingu gagna í öðrum tilgangi en þau voru upphaflega ætluð til) og skapa sameiginlegan vettvang fyrir Norðurlöndin til þess að undirbúa innleiðingu löggjafarinnar um Evrópska heilbrigðisgagnasvæðið (EHDS).
The Nordic Group for Healthcare Personnel. Norrænn samstarfshópur um starfsleyfi löggiltra heilbrigðisstétta sem byggir á samningi landanna um gagnkvæma viðurkenningu á starfsleyfum heilbrigðisstarfsmanna.
Nordic One Health Antimicrobial Resistance Strategy Group. Hópur skipaður af norræna ráðherraráðinu um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi.
Svalbarðahópurinn. Nordic Health Preparedness. Sóttvarnalæknir er fulltrúi Íslands í norrænum samstarfshópi um viðbúnað við heilsuvá ásamt fulltrúa frá almannavörnum.
Norrænt samstarf um öryggi sjúklinga. Markmiðið er að efla samstarf og samráð Norðurlandanna í því skyni að efla öryggi sjúklinga og innleiða aðgerðaráætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um sjúklingaöryggi (WHO Global Patient Safety Action Plan). Tilgangurinn er að stuðla að samræmingu innan Norðurlandanna þar sem það á við og ná fram betri árangri með samstarfi og sameiginlegum lausnum.
Scandiatransplant. Norrænu líffæraígræðslusamtökin
Nordic Council of Ministers eHealth Group. Tilgangur hópsins er að styðja við Norrænt samstarf í upplýsingatækni á heilbrigðissviði.
Nordic Council of Ministers eHealth Group. Undirhópur sem vinnur að samræmingu á stöðlum til að hægt sé að fá raunhæfan samanburð á stöðu upplýsingatækni á heilbrigðissviði á milli Norðurlandanna til notkunar fyrir stefnumótun stjórnvalda í þeim málum.
Nordic eHealth Standardization Group. Undirhópur Nordic Council of Ministers eHealth Group sem vinnur að samræmingu á stöðlum er viðkoma miðlun sjúkraskrárupplýsinga á milli aðila í heilbrigðisþjónustu, sem og skráningu í sjúkraskrár.
Nordisk senter for klassifikationer i helsetjenestne. Norræna skráningarmiðstöðin. Miðstöðin er viðurkennt samstarfssetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði flokkunarkerfa (Collaborating Centre in Nordic Countries for the WHO Family of International Classifications, WHO -FIC). Þar er unnið að samhæfingu varðandi skráningu í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum á grunni alþjóðlegra og norrænna flokkunarkerfa. Á vegum miðstöðvarinnar er virk þátttaka í þróun alþjóðlegra flokkunarkerfa WHO, bæði með stjórnarsetu vegna WHO-FIC og beinni þátttöku í þróun þeirra.
NeRN. Nordic eHealth Research Network. Samræming staðla
EU4Health. Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins (2021-2027) hefur það að markmiði að styðja við nýjungar á sviði heilbrigðisvísinda, umbætur og bætt öryggi í heilbrigðisþjónustu, bætta heilsu, að koma í veg fyrir sjúkdóma og að vernda borgara fyrir heilsufarsógnum yfir landamæri. Embætti landlæknis er þátttakandi í eftirfarandi verkefnum styrktum af áætluninni:
JA NFP4Health. Embætti landlæknis tekur þátt í verkefninu sem miðar að því að móta og samræma starf landstengiliða fyrir EU4Health styrktaráætlunina.
eHealth Network. Tveir starfsmenn miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna eru fulltrúar Íslands í eHealth Network á vegum Evrópusambandsins sem er sameiginlegur vettvangur Evrópulanda um stafræna heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Starfsmennirnir eru einnig fulltrúar í ýmsum undirhópum á vegum Evrópusambandsins varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri.
EU-HIP. Strengthening Member States’s IT systems ensuring interoperability with HERA’s IT platform for intelligence gathering. Styrkur fjármagnaður af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins til 14 ríkja ESB/EES til að styrkja upplýsingatæknikerfi ríkjanna m.t.t. vöktunar og gagnasöfnunar vegna heilsuógna þvert á landamæri vegna smitsjúkdóma, eiturefna, geislavirkni (CBRN). Sóttvarnalæknir leiðir þátt Íslands í samstarfi við miðstöð rafrænna heilbrigðislausna.
EU-JAMRAI 2. Joint Action Antimicrobial Resistance and Health-care Associated Infections 2. Sóttvarnalæknir leiðir þátt Íslands en heilbrigðisráðuneyti, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun eru samstarfsaðilar. Markmið JAMRAI 2 eru aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis hjá fólki, dýrum og í umhverfi, í anda Einnar heilsu. Verkefnið snýr að sýklalyfjagæslu, sýkingavörnum, vöktun, aðgengi að sýklalyfjum og vitundarvakningu um sýklalyfjaónæmi.
Iceland-ISNSS. Improving and Strengthening National Surveillance Systems. Styrkur sem miðar að því að styrkja vöktunarkerfi sóttvarna í Evrópu. Styrkurinn mun leiða til öflugri innviða vöktunar sóttvarnalæknis á heilsuógnum við almenning. Sóttvarnalæknir leiðir þátt Íslands í samstarfi við miðstöð rafrænna heilbrigðislausna.
JACARDI. Joint action: cardiovascular diseases and diabetes er samstarfsverkefni 18 Evrópuþjóða og koma fulltrúar Íslands frá embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í verkefninu eru 142 prufuverkefni sem miða að því að draga úr byrði vegna sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma, bæði fyrir einstaklinga og stofnanir. Embætti landlæknis mun koma á fót tveimur tilraunaverkefnum; sykursýkisskrá og hjarta- og æðasjúkdómaskrá. Með þessum verkefnum verður hægt að fylgjast með þróun og stöðu þessara sjúkdóma hér á landi, gera samanburð við aðrar Evrópuþjóðir og finna hvar megi betur fara.
JA PreventNCD. Joint Action Prevent Non-Communicable Diseases er samstarfsverkefni 25 Evrópuþjóða og koma fulltrúar Íslands frá embætti landlæknis, forsætisráðuneytinu, Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Markmið verkefnisins er að innleiða árangursríkar aðgerðir til að koma í veg fyrir ósmitbæra sjúkdóma, eins og krabbamein, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri, stýrir verkþætti um velsældarhagkerfi og Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri, stýrir verkþætti um miðlun upplýsinga fyrir allt verkefnið.
JA Stockpile. Joint action on Comprehensive and Sustainable Strategic Stockpiles of Medical Countermeasures Used in Crisis. Styrkur miðar að því að styrkja og/eða auka öryggisbirgðir ríkja, m.a. fyrir neyðarlyf og hlífðarbúnað og samræmingu við áætlun ESB um öryggisbirgðir. Sóttvarnalæknir er þátttakandi fyrir Ísland auk Lyfjastofnunar.
JA ImpleMENTAL. Samevrópskt rannsóknarverkefni styrkt af H2020 rammaáætlun (JA-02-2020/HADEA). Tuttugu og ein evrópuþjóð tekur þátt í verkefninu ásamt Íslandi en fulltrúar Íslands í verkefninu koma m.a. frá heilbrigðisráðuneytinu og embætti landlæknis. Verkefnið hófst formlega haustið 2021 og mun standa í þrjú ár. Verkefnið er viðamikið en Ísland tekur þátt í þeim hluta þess sem snýr að því að innleiða þekkingu í sjálfsvígsforvörnum byggt á austurríska forvarnarmódelinu “SUPRA”.
EU Health Security Committee (HSC). Sóttvarnalæknir er fulltrúi Íslands í heilbrigðis- og öryggismálanefnd Framkvæmdastjórnar ESB. Viðbrögð ESB við óvæntum, alvarlegum heilsuógnum yfir landamæri eru samræmd af heilbrigðis- og öryggismálanefnd ESB (HSC). Það er lykilvettvangur til að skiptast á upplýsingum um sérstakar ráðstafanir ríkja og til ákvarðanatöku með framkvæmdastjórninni um frekari aðgerðir varðandi viðbúnað, áætlanir, áhættu- og áfallastjórnun og viðbrögð.
ECDC. The European Centre for Disease Prevention and Control. Gagnamiðlun til Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins sem greinir, metur og miðlar upplýsingum um smitsjúkdóma. Stofnunin starfar með stofnunum innan Evrópu og á heimsvísu.
EFSA. European Food Safety Authority. Evrópska Matvæla– og öryggisstofnunin.
EPSO. European Partnership for Supervisory Organisations in Health Services and Social Care. Óformlegur samstarfsvettvangur eftirlitsstofnana í Evrópu.
European Commission Steering Group on Health Promotion, Disease Prevention and Management of Non-Communicable Diseases (SGPP). Stýrihópur Evrópusambandsins um heilsueflingu og forvarnir.
HEPA Europe (European network for the promotion of health-enhancing physical activity) - Samstarf um hreyfingu til heilsubótar.
Patient-Reported Indicator Surveys (PaRIS). Alþjóðleg könnun á útkomu og reynslu sjúklinga með langvinnan heilsufarsvanda.
Pompidou Group. Samstarf um áfengis- og vímuvarnir.
Schools for Health in Europe, SHE - Samtök um heilsueflandi skóla í Evrópu.
SINC. Alþjóðlegt samstarf evrópskra eftirlitsaðila á sviði heilbrigðis og umönnunar. Markmiðið er að efla samstarf og samráð eftirlitstofnanna sem fást við svipuð verkefni. Tilgangurinn er að læra hvert af öðru, þróa nýjar aðferðir við eftirlit og efla þannig enn frekar eftirlit með heilbrigðisþjónustu.
WHO-FIC European Network. Starfsmaður miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hefur frá árinu 2022 verið fulltrúi Íslands í Evrópusamstarfi um Alþjóðleg flokkunarkerfi WHO í heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að styrkja Evrópulöndin í innleiðingu og notkun flokkunarkerfa sem gefin eru út og viðhaldið af WHO.
WHO. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. Sóttvarnalæknir er lögum samkvæmt landstengiliður vegna alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar, sem er alþjóðasamningur við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, sem Ísland er aðili að. Sóttvarnalæknir fylgist með aðvörunum frá WHO og metur hvort viðeigandi sé að mæla með að gripið sé til sóttvarnaráðstafana. Þá kemur sóttvarnalæknir upplýsingum áleiðis til WHO um atburði sem geta ógnað lýðheilsu og varða alþjóðasamfélagið.
HFA-DB. Health For All Database. Samstarf við heilbrigðistölfræði gagnagrunninn HFA-DB sem haldinn er hjá Evrópuskrifstofu WHO.
OECD. Gagnamiðlun í heilbrigðistölfræðigrunn OECD.
Working Party on Health Care Quality and Outcomes. Vinnuhópur OECD varðandi val á gæðavísum, söfnun gagna, túlkun þeirra og miðlun. Hópur sinnir rýni, ráðgjöf og miðlun gagnvart stofnuninni.
SNOMED-CT. Alþjóðlegt fagorðasafn. Samstarf við alþjóðlegu samtökin SNOMED-CT International, sem eiga og reka eitt stærsta alþjóðlega fagorðasafn á sviði heilbrigðismála sem er í notkun í dag.
Samstarf á sviði næringar hjá WHO.