Fara beint í efnið

Norræn vöktun á mataræði, hreyfingu, holdafari og áfengis- og tóbaksnotkun

Embætti landlæknis hefur staðið fyrir norrænni vöktun á mataræði, hreyfingu og holdafari ásamt áfengis- og tóbaksnotkun hér á landi í samstarfi við rannsakendur frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð.

Fyrsta umferð könnunarinnar fór fram haustið 2011 og önnur umferð haustið 2014. Þátttakendur voru börn á aldrinum 7–12 ára og fullorðnir á aldrinum 18–65 ára. Foreldrar svöruðu könnuninni fyrir börn sín. Fyrirtækið Maskína sá um gagnasöfnun hér á landi en Norræna ráðherranefndin fjármagnaði kannanirnar. Þær sýna hvernig heilsuhegðun á Norðurlöndunum hefur þróast milli áranna 2011 og 2014 og gera það mögulegt að bera saman mataræði, hreyfingu og holdafar í löndunum fimm yfir tíma.

Fyrir dyrum stendur þriðja umferð könnunarinnar í mars og apríl 2024 og mun Gallup sjá um gagnasöfnunina hér á landi. Þá gefst  þátttakendum kostur á að svara spurningum annað hvort í síma eða fylla út spurningalista á vefnum.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis