Norræn vöktun á mataræði, hreyfingu, holdafari og áfengis- og tóbaksnotkun
Embætti landlæknis hefur staðið fyrir norrænni vöktun á mataræði, hreyfingu og holdafari ásamt áfengis- og tóbaksnotkun hér á landi í samstarfi við rannsakendur frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Niðurstöðurnar gera það mögulegt að bera saman fyrrnefnda áhrifaþætti heilbrigðis í löndunum fimm yfir tíma.
Fyrsta umferð könnunarinnar fór fram 2011, önnur umferð 2014 og þriðja umferð 2024.
Þátttakendur voru börn á aldrinum 7–12 ára og fullorðnir á aldrinum 18–65 ára. Foreldrar svöruðu könnuninni fyrir börn sín.
Norræna ráðherranefndin fjármagnaði kannanirnar.
Samantekt. Norræn vöktun á mataræði, hreyfingu, holdafari og áfengis- og tóbaksnotkun 2024. Útgefið 2025
Niðurstöður norrænnar vöktunar 2011 - Nordic monitoring of diet, physical activity and overweight.
Samtantekt. Norræn vöktun á mataræði, hreyfingu, holdafari og áfengis- og tóbaksnotkun. Útgefið 2017
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis