Landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni
Landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni (Landskönnun HKS) er hluti af Evrópu heilsufarsrannsókninni (EHIS) sem Hagstofa Íslands framkvæmir og þátttöku Íslands í sam-evrópska verkefninu JA PreventNCD. Meginmarkmið JA PreventNCD er að innleiða árangursríkar aðgerðir til að koma í veg fyrir ósmitbæra sjúkdóma, eins og krabbamein, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Helstu áhættuþættir ósmitbærra sjúkdóma eru óhollt mataræði, reykingar, áfengisneysla og hreyfingarleysi.
Embætti landlæknis framkvæmir Landskönnun HKS í samstarfi við Hagstofu Ísland, Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Rannsóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar og fengið samþykki Vísindasiðanefndar (VSN2505025).
Þátttaka
Þátttaka í Landskönnun HKS er tvíþætt.
Hagstofa Íslands býður fólki að taka þátt í Evrópsku heilsufarsrannsókninni (EHIS). Í lok svörunar á rafrænum spurningalista fær þátttakandi einnig boð um að taka þátt í Landskönnun HKS.
Að gefnu samþykki um þátttöku í Landskönnun HKS fær þátttakandi senda svefndagbók og hreyfimæli til að ganga með í sjö sólarhringa.
Eingöngu þeir sem fá boð frá Hagstofu Íslands um þátttöku í EHIS geta verið þátttakendur í Landskönnun HKS.
Þátttakendur í Landskönnun HKS fá endurgjöf á hreyfingu, kyrrsetu og svefn sinn auk gjafabréfs.
Rannsóknin hefst í september 2025 og er áætlað að gagnasöfnun ljúki í síðasta lagi í mars 2026. Áætlað er að allri úrvinnslu gagna ljúki eigi síðar en 1. september 2027.
Hafa samband
Netfang rannsóknar: hreyfing@landlaeknir.is
Símanúmer rannsóknar: 660 8738
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis