Heilsa og líðan - rannsókn
Rannsóknin Heilsa og líðan hefur fest sig í sessi sem mikilvæg uppspretta upplýsinga um heilsufar fullorðinna. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að leggja með reglubundnum hætti mat á heilsu, líðan, velferð og lifnaðarhætti fullorðinna með spurningalistakönnun. Rannsóknin var fyrst framkvæmd árið 2007 og hefur upp frá því verið framkvæmd á 5 ára fresti, að undanskildu árinu 2009 þegar rannsóknin var lögð fyrir til að hægt væri að skoða afleiðingar efnahagshrunsins 2008 á heilsu og líðan. Auk þess að veita mikilvægar upplýsingar um heilsu og líðan fullorðinna á fimm ára fresti gera niðurstöður rannsóknarinnar kleift að fylgjast með breytingum sem kunna að verða í tímans rás.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa nú þegar nýst embætti landlæknis, stjórnvöldum, háskólasamfélaginu og öðrum sem koma að mikilvægum ákvörðunum er varða heilsu og velferð landsmanna og mun svo verða áfram.
Heilsa og líðan 2022 – Spurt og svarað
Ítarefni
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis