Fara beint í efnið

Persónuvernd

Söfnun og vinnsla á persónuupplýsingum hjá embætti landlæknis er fyrst og fremst til þess fallin að gera embættinu kleift að uppfylla skyldur sínar samkvæmt þeim lögum sem um starfsemi embættisins gilda og þegar vinnsla er nauðsynleg við beitingu opinbers valds sem stofnuninni er falið.

Embætti landlæknis safnar einnig upplýsingum vegna samningssambands við starfsfólk eða verktaka eða til að koma slíku samningssambandi á. Þá getur vinnsla persónuupplýsinga einnig farið fram til þess að verja lögmæta hagsmuni embættisins til dæmis í öryggis- eða eignavörsluskyni.

Lög og reglugerðir

Heimild embættisins til upplýsingaöflunar

Notkun á persónugreinanlegum gögnum

Gögn sem vistuð eru hjá embætti landlæknis eru nýtt til þess að uppfylla þær lagalegu skyldur sem landlækni og sóttvarnalækni eru lagðar á herðar.

Persónuvernd við varðveislu og vinnslu gagna

Persónugreinanleg gögn á ábyrgð landlæknis og sóttvarnalæknis eru varðveitt og unnin í samræmi við upplýsingaöryggisstefnu embættisins.

Embætti landlæknis er afhendingarskyldur aðili á grundvelli laga um opinber skjalasöfn og er því óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið laganna, nema að fenginni heimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru því persónuupplýsingar sem unnar eru hjá embættinu afhentar Þjóðskjalasafni að þrjátíu árum liðnum.

Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila nema heimild sé til þess í lögum, t.d. vegna vísindarannsókna sbr. lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði eða þess krafist með dómsúrskurði. Þjónustuaðilar sem starfa fyrir embætti landslæknis , t.d. varðandi tæknilegan rekstur, hafa ekki aðgang að gögnum.

Réttindi hins skráða

Einstaklingur hefur rétt á að fá upplýsingar um þau gögn, um hann sjálfan, sem vistuð eru hjá embætti landlæknis undir persónuauðkennum, hvort sem persónuauðkennin eru dulkóðuð eða ekki, ásamt því að fá afhent eintak af slíkum gögnum. 

Einstaklingur getur fengið rangar persónuupplýsingar um sig leiðréttar og í einstökum tilvikum getur einstaklingur átt rétt á því að upplýsingum sé eytt. Rétt er að taka fram að réttur til eyðingar gagna er mjög takmarkaður þar sem upplýsingar eru í lang flestum tilvikum unnar á grundvelli laga sem kveða á um skyldu til að geyma upplýsingarnar. Einstaklingur getur einnig í ákveðnum tilvikum átt rétt á því að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga og óska eftir því að vinnsla þeirra sé takmörkuð. Sé vinnsla upplýsinga byggð á samþykki eða samningi getur einstaklingur átt rétt á því að fá afhent gögn á tölvutæki formi eða að þær verði fluttar beint til þriðja aðila að ósk einstaklingsins.

Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa embættis landlæknis með tölvupósti á personuvernd@landlaeknir.is eða í síma 510-1900, óski einstaklingur eftir frekari upplýsingum um vinnslu persónuupplýsinga eða til að koma á framfæri ábendingum sem varða hana. Þá er einnig hægt að senda póst merktan persónuverndarfulltrúi til: Embætti landlæknis, Katrínartúni 2, 6. hæð, 105 Reykjavík.

Telji einstaklingur að vinnsla persónuupplýsinga hjá embætti landlæknis sé ekki í samræmi við þau lög sem um hana gilda getur hann sent erindi til Persónuverndar.

Endurskoðun

Embætti landlæknis getur gert breytingar er varða meðferð persónuupplýsinga í samræmi við breytingar á lögum eða reglugerðum, eða túlkun á ákvæðum þeirra, eða ef breytingar verða á því hvernig embættið vinnur með persónuupplýsingar. Slíkar breytingar verða kynntar á heimasíðu embættisins.