Einstaklingar eiga rétt á upplýsingum um gögn um þá sjálfa, sem vistuð eru hjá embætti landlæknis undir persónuauðkennum, hvort sem þau eru dulkóðuð eða ekki.
Til þess að tryggja öryggi persónuupplýsinga þarf að sýna gild persónuskilríki, gefin út af opinberum aðila, þegar beiðni er lögð fram og við afhendingu gagna.
Beiðni um aðgang að eigin persónuupplýsingum
Hvaða persónugreinanlegu upplýsingum er safnað hjá embætti landlæknis?
Upplýsingum um starfsemi heilbrigðisþjónustunnar er safnað, það er um þá þjónustu sem einstaklingar fá í heilsugæslustöðvum, á stofum sjálfstætt starfandi sérfræðinga og á sjúkrahúsum/heilbrigðisstofnunum. Þá er upplýsingum um lyfjaávísanir einstaklinga safnað.
Upplýsingum um menntun heilbrigðisstarfsmanna er safnað í tengslum við útgáfu starfsleyfa og staðfestingu á rekstri. Jafnframt eru vistuð hjá embættinu gögn um heilbrigðisstarfsmenn í tengslum við kvartanir sem einstaklingar beina til landlæknis vegna veitingu heilbrigðisþjónustu.
Í málaskrá er haldið utan um starfsemi embættisins, til að mynda innsend erindi, útgefin starfsleyfi, kvartanir notenda heilbrigðisþjónustu og umsóknir um gögn til vísindarannsókna.
Ísland.is notar vefgreiningarforrit frá Plausible til þess að greina notkun á vefsíðu stofnunarinnar. Tilgangur þess er að fá fram tölfræðiupplýsingar sem notaðar eru til að betrumbæta og þróa vefsíðuna og þær upplýsingar sem þar eru birtar. Þessar upplýsingar varpa til dæmis ljósi á það hversu margir notendur opna tilteknar undirsíður á vefsíðunni, hversu lengi þær eru skoðaðar, hvaða efni notendur leita að í leitarvélinni á síðunni, frá hvaða vefsíðum notendur koma inn á síðuna og hvers konar vafra þeir nota til að skoða hana. Engum persónugreinanlegum upplýsingum er safnað í þessu skyni.