Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sóttvarnarsvið er ábyrgt fyrir verkefninu Aðgerðir til að efla vöktun smitsjúkdóma á Íslandi (Improving and Strengthening National Surveillance Systems in Iceland, Iceland-ISNSS). Það er styrkt af heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins (EU4Health) og er hluti af sameiginlegu átaki innan ESB/EES-svæðisins. Markmið verkefnisins er að efla stafræna innviði vöktunar smitsjúkdóma á Íslandi, sem sóttvarnalæknir heldur skrá um samkvæmt sóttvarnalögum.

Vinnan byggir á lærdómi af COVID-19 heimsfaraldrinum og miðar að því að auka viðbúnað, samhæfingu og skilvirkni gagnaflæðis innanlands. Á sama tíma styðja þessar umbætur við betri upplýsingamiðlun til Sóttvarnarstofnunar Evrópu (ECDC).

Lykilumbætur fela í sér:

  • Eflingu smitsjúkdómaskrár sem gagnagrunns til móttöku og úrvinnslu gagna.

  • Þróun sýnatökuskráningarkerfis til að efla vöktun ýmissa sýkla, svo sem öndunarfæraveirur á borð við COVID-19 og inflúensu.

  • Samþættingu gagnagrunna til að efla alhliða vöktun, meðal annars á alvarlegum sýkingum.

  • Innleiðingu rafræns kerfis tengt sjúkraskrá fyrir lækna til að skila klínískum upplýsingum vegna tilkynningarskyldra sjúkdóma.

  • Þróun gagnagrunns fyrir smitrakningu.

  • Bætt stafrænt viðmót fyrir birtingu vöktunargagna með rauntímayfirsýn.

Verkefnið hófst í janúar 2025 og er til fjögurra ára.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis