Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri

Aukum samfellu, öryggi og gæði heilbrigðisþjónustu

Embætti landlæknis er þátttakandi í Evrópuverkefninu EU4Health. Markmið þess er að stuðla að betri og öruggari heilbrigðisþjónustu í Evrópu, meðal annars með því að auka rafrænt aðgengi að sjúkraskrárupplýsingum yfir landamæri.

Um er að ræða nýja stafræna þjónustu innan Evrópu sem verður innleidd í skrefum í löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Upplýsingar um hvaða lönd bjóða þjónustuna á hverjum tíma má nálgast á vef verkefnisins. Ísland mun geta tekið við og miðlað sjúkraskrárupplýsingum frá öðrum Evrópulöndum í lok ágúst 2025.

Um er að ræða samantekt á heilsufarsupplýsingum úr sjúkraskrá og rafrænar lyfjaávísanir sem einstaklingur getur heimilað heilbrigðisstarfsmanni í öðru Evrópulandi aðgang að þurfi hann að leita sér heilbrigðisþjónustu þar. Í lok árs 2026 bætist við aðgangur að rannsóknarniðurstöðum, niðurstöðum myndgreininga, ásamt myndunum sjálfum og útskriftarnótu af sjúkrahúsi. Einstaklingar munu geta nálgast eigin heilbrigðisupplýsingar á mínum síðum í Heilsuveru.

Merki
My health @ EU. eHealth Digital Service Infrastructure. A service provided by the European Union

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis