Fara beint í efnið
Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Laun

Fjársýslan sinnir launaþjónustu fyrir stofnanir ríkisins og ráðuneyti. 

Markmið Fjársýslunnar er að rétt laun séu greidd á réttum tíma. 

Fjársýslan sér um:

  • umsjón með miðlægu launa- og mannauðkerfi ríkisins

  • launakeyrslur fyrir ríkisstofnanir

  • tryggir að launataxtar og launatöflur séu samkvæmt gildandi kjarasamningum 

  • launaleiðréttingar hvort sem þær byggja á kjarasamningum eða ákvörðunum um laun forstöðumanna, æðstu embættismanna og alþingismanna

  • að launatengd gjöld og skattar skili sér til stéttarfélaga, lífeyrisssjóða, séreignasjóða, ríkissjóðs og sveitarfélaga

Launagögn þurfa að hafa borist eins og fram kemur í launavinnsluáætlun sem finna má á Mannauðstorginu.

Starfsfólk ríkisaðila

Starfsfólk skal hafa samband við sinn vinnustað eða sitt stéttarfélag varðandi eigin launamál, þar með talið launagögn eins og persónuafslátt, séreignarsparnað og launareikning.

Upplýsingar um frádrátt á launaseðli varðandi álagningu og innheimtu skatta má fá hjá Skattinum.

Starfsvottorð einstaklinga
Starfsvottorð er staðfesting á starfstíma einstaklings hjá ríkisaðila. Hægt er að sjá starfstíma sinn í sjálfsafgreiðslu í mannauðskerfinu Orra eða fá upplýsingar um það hjá sinni stofnun.

Einstaklingur er hættur störfum hjá ríkinu eða hefur unnið á mörgum vinnustöðum hjá ríkinu getur sótt um starfsvottorð.

Séreignarsparnaður

Starfsfólk ber ábyrgð á því að gögn varðandi séreignarsparnað sé skilað til síns vinnustaðar.

Stofnanir í launavinnslu hjá Fjársýslunni

Gerður er þjónustusamningur við stofnanir þar sem kröfur og skyldur aðila koma fram.

Í launavinnslu felst að Fjársýslan færir inn allar nauðsynlegar forsendur til greiðslu launa.

Hlutverk stofnana er að:

  • bera ábyrgð á launaröðun

  • senda launagögn á réttum tíma til Fjársýslunnar á laun@fjs.is

  • yfirfara og staðfesta orlofsskuldbindingu

  • yfirfara launalista fyrir útborgun launa

  • geyma öll frumgögn launagagna

  • bera ábyrgð á viðveruskráningu starfsfólks 

Stofnanir með eigin launavinnslu

Fjársýslan sér um launaútreikning og greiðir laun inn á reikninga starfsfólks. Að öðru leyti sjá stofnanirnar sjálfar um alla launavinnslu. 

Hlutverk stofnana er að:

  • bera ábyrgð á launaröðun

  • færa inn réttar launaupplýsingar fyrir lokadagsetningu vegna launakeyrslu

  • yfirfara launalista fyrir útborgun launa

  • geyma öll frumgögn launagagna

  • bera ábyrgð á viðveruskráningu starfsfólks

Stofnanir geta leitað upplýsinga á Mannauðstorgi og hjá Fjársýslunni laun@fjs.is

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

postur@fjarsyslan.is