Greiðsluþjónusta
Greiðsluþjónusta Fjársýslunnar er í boði fyrir A-hluta stofnanir. Stofnanir sem vilja nýta sér þjónustuna geta sent fyrirspurn gegnum Þjónustugátt Fjársýslunnar.
Fjársýslan er með um 300 stofnanir í bókhalds- og/eða greiðsluþjónustu.
Hlutverk Fjársýslu
Helsti ávinningur stofnana sem nýta sér greiðsluþjónustu:
Styrkir innra eftirlit stofnana, hlutverk bókara og gjaldkera aðskilin
Aukið öryggi gagna
Einfaldar vinnslu frávika
Eftirfylgni greiðsluskilmála
Eftirfylgni með reglugerð um sjóðsstýringu
Þjónusta virkjuð nokkrum dögum eftir undirskrift samnings
Færri bankareikningar og afstemmingar þeirra
Hlutverk stofnana
Hlutverk stofnana í greiðsluþjónustu er að:
samþykkja reikninga fyrir eindaga
standa skil á sértekjum til Fjársýslunnar
hafa umsjón með vörslufjárreikningum
sjá um samskipti við birgja