Fara beint í efnið
Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Innheimta

Með innheimtu opinberra gjalda er átt við ferlið frá því að innheimta þarf gjald og þar til það hefur verið greitt og bókað.  

Þjónustan er í boði fyrir A-hluta stofnanir ríkisins. Stofnanir sem vilja nýta sér þjónustuna geta sent fyrirspurn gegnum Þjónustugátt Fjársýslunnar.

Einstaklingar og fyrirtæki skulu beina sínum fyrirspurnum til innheimtumanna ríkissjóðs, sem eru sýslumenn og Skatturinn. 

Þjónustuframboð


Reikningagerð

Þrjár leiðir eru í boði við útgáfu reikninga:

  • vefþjónusta, gögn flytjast frá kerfi sem stofnun notar

  • innlestur skráa frá stofnunum

  • innsláttur reikninga í kerfi Fjársýslunnar

 

Eftir útgáfu reiknings verður til:

  • rafrænn reikningur sem er aðgengilegur á Ísland.is og í skeytamiðlun

  • krafa í banka eða greiðsla stofnuð í greiðslugátt

  • bókun tekna í bókhald ríkisins ásamt afstemmingum og uppgjöri

 

Innheimta

Kostir þess að nýta innheimtuþjónustu Fjársýslunnar eru: 

  • yfirsýn yfir greidda og ógreidda reikninga

  • útsending á sjálfvirkum innheimtubréfum á Ísland.is

  • stuðningur við vanskilainnheimtu

  • möguleiki til að leyfa notanda að dreifa greiðslum (greiðsluáætlun)

  • innheimtumenn ríkissjóðs nota kerfi Fjársýslunnar

 

Greiðslulausnir 

Stofnanir geta boðið viðskiptavinum sínum að greiða reikninga á eftirfarandi hátt: 

  • gegnum „Mínar síður" á Ísland.is

  • kröfur í banka

  • borga á staðnum með tengingu við posa 

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

postur@fjarsyslan.is