Uppgjör
Mikilvægt er að ráðuneyti og stofnanir í bókhaldsþjónustu FJS skili eftirtöldum gögnum fyrir þau tímamörk sem koma fram hér neðar vegna uppgjörs á bókhaldi ríkissjóðs 2025.
Hægt er að nálgast vinnslu og skiladagaplanið á .pdf formi hér.
Viðmiðunardagsetningar 2026 vegna uppgjörs 2025: | |
|---|---|
5. janúar | Lokun birgðakerfis |
20.janúar | Skil framtalsmiða úr bókhaldi |
23. janúar | Útskrift reikninga í AR verður lokað |
23. janúar | Lokun AP |
25. janúar | Áætla þarf fyrir óframkomnum kostnaði og skila fyrir 25. janúar |
25. janúar | Færslum í eignakerfi skal lokið fyrir 25. janúar |
28. janúar | Millifærslubeiðnir og leiðréttingar þurfa að berast fyrir 28. Janúar |
31.janúar | Lokun GL verður 31. janúar á öll tímabil ársins 2025 (ásamt 13-25) |
Skil bókhaldsgagna vegna uppgjörs 2025:
Skil fyrir 10. janúar:
Sjóðstalningarblað
Sjóðbók ásamt fylgiskjölum og reikningsyfirliti frá banka fyrir hvern bankareikning sem er í vörslu stofnunarinnar.
Fylgiskjölum vegna úttekta á Innkaupa- og kreditkort á liðnu ári. Ásamt færslum frá færslusíðu Innkaupakortsins og excel skjölum vegna úttekta á kreditkortum þar sem við á.
Ferðauppgjör eða ferðareikningar
Stofnanir með birgðahald eiga að senda upplýsingar um stöðu vörubirgða í árslok 2025.
Mælt er með því að stofnanir klári gerð útgefinna reikninga jafnóðum og tekjur verða til. Almennt ætti ekki að vera ástæða til að bíða með útgáfu reikninga vegna viðskipta í desember 2025 lengur en fram í fyrstu viku janúar 2026. Lokað verður fyrir útskrift reikninga í AR 23. janúar.
Skil fyrir 25. janúar:
Skila þarf lista yfir óbókaða útgefna reikninga eða afrit útgefinna reikninga vegna sértekna stofnunarinnar sem tilheyra tekjum ársins 2025 fyrir 25.janúar. (tekjur)
Skila þarf lista yfir áætlaðan óframkomin kostnað í þeim tilfellum þar sem vitað er að reikningur muni ekki berast fyrir lok janúar. Skila á listanum fyrir 25.janúar (gjöld).
Reikningar til greiðslu. Ógreiddir reikningar vegna kaupa á vöru og þjónustu á árinu 2025 verða að berast í Orra fyrir 31. janúar svo tryggt sé að þeir nái inn fyrir lokun á greiðslukerfinu. Mælt er með því að stofnanir hvetji birgja almennt til að senda reikninga strax og viðskipti hafa átt sér stað, almennt ætti ekki að vera ástæða til að bíða með útgáfu reikninga vegna viðskipta í desember 2025 lengur en fram í fyrstu viku janúar 2026.
Stofnanir eiga að skila sundurliðun á stöðu verka í vinnslu sem sýnir sundurliðun kostnaðar fyrir hvert einstakt verkefni fyrir 25. janúar 2026. Hafa þarf í huga að kerfislokun eignaskrár verður sama dag og því þurfa beiðnir vegna færslu í eignaskrá að berast fyrir 10. janúar. Mælt er með því að eignfærslur eigi sér stað jafnóðum og verki er lokið og hefur verið tekið í notkun. Í uppgjöri ber að upplýsa um áform um hvenær verk verður tekið í notkun eða verki verður lokið.
Skil fyrir 28. janúar:
Millifærslubeiðnir og leiðréttingar ef við á.
Skráning á póstlista fjármálasviðs Fjársýslunnar
