Samningakerfi Fjársýslunnar
ATH - Um fyrstu útgáfu er að ræða, því er mælt með að opna leiðbeiningarnar og þær skoðaðar áður en notkun hefst.
Um samningakerfið
Samningakerfið mun ná yfir skil og yfirsýn yfir skuldbindandi samninga ríkisaðila.
Í kerfinu er valmynd þar sem hægt er að velja tegund samnings, m.a:
Leigusamninga
Rekstrar- og þjónustusamninga
Styrktar- og samstarfssamninga
Aðra samninga
Kostir kerfisins:
Yfirlit yfir skráða samninga og samninga í vinnslu.
Skráningarsvæði hefur verið aðlagað að tegund samnings.
Til dæmis tekur skráning leigusamninga mið af kröfum samkvæmt IPSAS 43.
Hægt að uppfæra samninga (t.d. framlengingu, uppsögn) eftir þörfum.
Einfaldara utanumhald um skuldbindandi samninga.
Fljótlegt að uppfæra stöðu samninga yfir árið.
Minni líkur á villum við skráningu.
Betri yfirsýn fyrir ábyrgðarfólk, forstöðufólk, stofnanir og fagráðuneyti innan ársins.
Samningakerfið verður betrumbætt með notendum, því eru allar ábendingar vel þegnar.
Fyrirspurn eða innskráningarvandamál
Sendið inn ábendingar, fyrirspurn eða innskráningarvandamál beint til okkar, með því að smella hér.
