Nýsköpun
Nýsköpunarmót er vettvangur sem tengir fyrirtæki og opinbera aðila saman til að ræða áskoranir og leita lausna. Með virku samtali milli hins opinbera og markaðarins er leitast við að auka gæði opinberra innkaupa og stuðla að auknum innkaupum á nýsköpun. Fjársýslan er umsjónaraðili Nýsköpunarmótsins og leitast við að gæta þess að lögum um opinber innkaup sé framfylgt.