Opinberir frumkvöðlar
Tengslanetið opinberir frumkvöðlar er vettvangur á vegum Fjársýslunnar fyrir reynslumiðlun og vitundarvakningu um opinbera nýsköpun og almenna framþróun í opinberum rekstri og þjónustu.
Markmið hópsins er að efla framþróun í opinberri þjónustu með því að tengja saman fólk úr ólíkum stofnunum sem deilir áhuga á nýsköpun og umbótum.
Á fundum tengslanetsins skapast tækifæri til efla frumkvöðlahugsun innan hins opinbera, til að læra af öðrum, miðla reynslu og taka þátt í samræðum sem stuðla að nýjum hugmyndum og lausnum á sameiginlegum áskorunum í starfsemi hins opinbera.
Tengslanetið hefur að leiðarljósi að vera drifkraftur fyrir jákvæðar breytingar í rekstri og þjónustu hins opinbera með nýsköpun og samstarf í fyrirrúmi.
