Bókhaldsþjónusta
Bókhaldsþjónusta Fjársýslunnar er í boði fyrir ríkissjóð, ráðuneyti og ríkisstofnanir. Um þjónustuna gilda samningar þar sem fram kemur hvað felst í bókhaldsþjónustu, kröfur og skyldur samningsaðila.
Hlutverk Fjársýslunnar
Helstu verkefni sem Fjársýslan sinnir fyrir ríkisaðila í bókhaldsþjónustu eru:
bókun reikninga og frágangur þeirra til greiðslu
útgáfa reikninga og innheimta
bókun tekna og innborgana
bókun ferðauppgjörs og greiðsla dagpeninga
bókun sjóðbóka og aðstoð við afstemmingu bankareikninga
bókun innkaupakorta og kreditkorta
aðstoð við afstemmingu viðskiptareikninga
bókun ýmissa millifærslna, leiðréttingabeiðna, greiðslufyrirmæla og fleira
fagleg ráðgjöf og þjónusta, meðal annars varðandi bókhaldslög og reglur
Hlutverk ríkisaðila
Ríkisaðilar í bókhaldsþjónustu bera ábyrgð á:
fjárreiðum sínum
samþykkt reikninga
skilum bókhaldsgagna til Fjársýslunnar
Samskiptaleiðir
Samskipti Fjársýslunnar og ríkisaðila í bókhaldsþjónustu fara fram í gegnum tengiliði stofnananna og Þjónustugátt Fjársýslunnar.