Fara beint í efnið

Bókhaldsþjónusta

Bókhaldsþjónusta Fjársýslunnar er í boði fyrir ríkissjóð, ráðuneyti og ríkisstofnanir. Um þjónustuna gilda samningar þar sem fram kemur hvað felst í bókhaldsþjónustu, kröfur og skyldur samningsaðila.

Hlutverk Fjársýslunnar

Helstu verkefni sem Fjársýslan sinnir fyrir ríkisaðila í bókhaldsþjónustu eru:

  • bókun reikninga og frágangur þeirra til greiðslu

  • útgáfa reikninga og innheimta

  • bókun tekna og innborgana

  • bókun ferðauppgjörs og greiðsla dagpeninga

  • bókun sjóðbóka og aðstoð við afstemmingu bankareikninga

  • bókun innkaupakorta og kreditkorta

  • aðstoð við afstemmingu viðskiptareikninga

  • bókun ýmissa millifærslna, leiðréttingabeiðna, greiðslufyrirmæla og fleira

  • fagleg ráðgjöf og þjónusta, meðal annars varðandi bókhaldslög og reglur

Hlutverk ríkisaðila

Ríkisaðilar í bókhaldsþjónustu bera ábyrgð á:

  • fjárreiðum sínum

  • samþykkt reikninga

  • skilum bókhaldsgagna til Fjársýslunnar 

Samskiptaleiðir

Samskipti Fjársýslunnar og ríkisaðila í bókhaldsþjónustu fara fram í gegnum tengiliði stofnananna og Þjónustugátt Fjársýslunnar.

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

Katrínartún 6

105 Reykjavík

kt. 540269-7509

postur@fjarsyslan.is