Starfsvottorð er staðfesting á starfsferli þínum hjá ríkinu. Allir sem hafa starfað hjá ráðuneyti og/eða ríkisstofnun geta beðið um vottorð því til staðfestingar.
Ef þig vantar starfsvottorð vegna starfa hjá Landspítala og/eða forverum hans beindu þá erindinu á launabokhald@landspitali.is.
Á starfsvottorðinu kemur fram:
nafn stofnunar
starfsheiti
starfstímabil
starfshlutfall
stéttarfélag
Afhending
Vottorðið berst í pósthólf á Ísland.is innan tveggja vikna frá umsókn.
Kostnaður
Vottorðið kostar ekkert.

Þjónustuaðili
Fjársýslan