Þjónustugáttir
Nú geta aðilar sótt um veiðileyfi á notendavænan og einfaldan hátt. Í ferlinu eru öll opinber gögn sem þurfa að fylgja umsókninni sótt sjálfkrafa og greitt er fyrir leyfin í lok ferlisins. Leyfin eru svo gefin út samdægurs og gerð aðgengileg í stafrænu pósthólfi ef svo ber undir.
Til að hægt sé að sækja stafrænt um veiðileyfi getur útgerðaraðili valið að skrá sig inn sem fyrirtæki þegar hann skráir sig inn með sínum rafrænu skilríkjum. Sjá nánari upplýsingar á island.is.
Millifærslukerfi fyrir útgerðir til að millifæra aflamark milli skipa þar sem prófkúruhafar eða einstaklingar sem veitt hefur verið umboð geta millifært aflamark milli skipa á notendavænan og einfaldan hátt.
Eldra millifærslukerfið er ekki lengur í notkun og því ekki aðgengilegt.
Prófkúruhafar eða einstaklingar sem veitt hefur verið umboð, sjá leiðbeiningar, geta lagt inn tilboð á tilboðsmarkaði á notendavænan og einfaldan hátt.
Til að hægt sé að skrá sig inn á tilboðsmarkaðinn getur útgerðaraðili valið að skrá sig inn sem fyrirtæki þegar hann skráir sig inn með sínum rafrænu skilríkjum sé hann með umboð til þess.
Vottorðakerfið gefur út vottorð vegna útflutnings til Evrópu ásamt því að gefa kost á vottorði vegna útflutnings til Bandaríkjanna. Vakin er sérstök athygli á að vottorðið fyrir Bandaríkjamarkað skal eingöngu nota fyrir þorsk og þorskafurðir.
Til að keyra veiðivottorðakerfið þarf viðkomandi vél að uppfylla tvö skilyrði:
Java þarf að vera sett upp á vélinni (http://java.com).
Vélin þarf að geta átt samskipti við þjóninn jminor.fiskistofa.is á portunum 3334 og 1097.
Athugið að þetta er eingöngu vandamál ef lokað er á ytri samskipti í eldvegg, kerfið birtir þá “Connection refused” villu við ræsingu.
Kerfið er keyrt upp í gegnum vafra, hlekkurinn er eftirfarandi:
http://java.fiskistofa.is/veidivottord/veidivottord.jnlp
Einnig er hægt að búa til .bat skrá með eftirfarandi línu:
javaws http://java.fiskistofa.is/veidivottord/veidivottord.jnlp
sem flýtileið til að keyra kerfið upp framhjá vafra.
Notandinn skráir sig inn með sama notendanafni og lykilorði og í eldra veiðivottorðakerfi.
Skil á Vigtar-og ráðstöfunarskýrslum
Kaupendum sjávarafla ber að skila vigtar- og ráðstöfunarskýrslum (VOR-skýrslum) til Fiskistofu eigi síðar en 20. hvers mánaðar vegna viðskipta með sjávarafla mánuðinn á undan, saman ber reglugerð um skýrsluskil vegna viðskipta með afla. Vanskil á VOR skýrslum geta leitt til beitingar dagsekta, samkvæmt ákvæði laga um breytingu á lögum um umgengni við nytjastofna sjávar.
Í VOR-kerfinu eru kaup á afla, bæði beint af bát og af markaði, forskráð inn og þegar um markaðskaup er að ræða kemur verðið einnig fram. Skil á skýrslunni felast þá einkum í að yfirfara þær upplýsingar, bæta við verði í beinum kaupum af bát og magni og verði í kaupum af fyrirtækjum. Einnig þarf að skrá ráðstöfun aflans og endursölu ef einhver er.
Fyrsta skráning í VOR-kerfið:
Java þarf að vera uppsett í tölvunni, það er sótt á vefsvæði java
Athugið að ef notast er við Google Chrome vafra að þá þarf að afrita slóðina á kerfið hér að neðan og líma leitarglugga vafrans til að kerfið ræsi sig upp.
Í upphafi þarf prókúruhafi að veita þeim starfsmönnum fyrirtækisins , sem sjá um skýrsluskilin, umboð til að skila skýrslum til Fiskistofu fyrir hönd fyrirtækisins:
Prókúruhafi fyrirtækisins fer inn á island.is/stjornbord/ og veitir umboð til þess að nota VOR-kerfi Fiskistofu fyrir hönd fyrirtækisins. Þetta þarf aðeins að gera einu sinni í upphafi og síðan eingöngu þegar breytingar eru gerðar á því hver fer með umboð til að skila skýrslum fyrir hönd fyrirtækisins.
Þegar umboð hefur verið veitt til að skila skýrslum notar sá sem fer með umboð eftirfarandi vefslóð til að fara inn í kerfið: http://java.fiskistofa.is/vor/radstofun.jnlp
Við innskráningu notar viðkomandi eigin rafrænu skilríki.
Svo bara skoða leiðbeiningarnar hér að neðan og byrja skila
Aðstoð og spurningar:
Ef þið þarfnist aðstoðar veita Þórunn eða Karen upplýsingar í síma 569 7900.