Fara beint í efnið

Almenn fiskveiðileyfi í atvinnuskyni

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Almenn veiðileyfi eru tvenns konar:

  • Veiðileyfi með aflamarki sem nýta má með öllum leyfilegum veiðarfærum. 

  • Veiðileyfi með krókaaflamarki sem einungis er heimilt að nýta með krókaveiðarfærum (handfæri og línu).  

Bátar sem stunda veiðar á grundvelli krókaaflamarks eru nefndir krókabátar.

  • Krókabátur er minni en 30 brúttótonn. 

  • Krókabátur er styttri en 15 metrar.

  • Einungis heimilt að stunda veiðar með línu og handfærum á krókabát. 

  • Óheimilt er að flytja aflaheimildir úr krókaaflamarkskerfi í aflamarkskerfi, nema í jöfnum skiptum.  

Skilyrði

  • Umsækjandi þarf að vera útgerðaraðili skipsins.

  • Skip er með gilt haffærisskírteini hjá Samgöngustofu.

  • Skip er skráð hjá Samgöngustofu.

  • Skip er skuldlaust við Fiskistofu.

  • Íslenskt eignarhald er á skipinu.

Gildistími leyfis og niðurfelling

Leyfi gildir frá og með útgáfudegi og gildir svo lengi sem skipi er haldið til fiskveiða. Leyfið fellur niður:  

  • hafi skipinu ekki verið haldið til fiskveiða í atvinnuskyni í tólf mánuði.

  • ef skip er tekið af skrá Siglingastofnunar Íslands. 

  • ef eigendur eða útgerð skips fullnægja ekki skilyrðum til að stunda fiskveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem kveðið er á um í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri og lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferli og kostar leyfið 22.000 krónur

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Þjónustuaðili

Fiski­stofa