Almenn fiskveiðileyfi í atvinnuskyni
Vinnsla persónuupplýsinga hjá Fiskistofu
Við úrvinnslu umsókna um fiskveiðileyfi aflar Fiskistofa eftirfarandi upplýsinga hjá þessum stofnunum:
Þjóðskrá Íslands/Fyrirtækjaskrá
Nafn, kennitala og heimilisfang
Samgöngustofa
Skipaskrá
Upplýsingar um lögskráningu
Haffærni skips
Fjársýsla
Skuldastaða vegna veiðigjalda og álagninga frá Fiskistofu
Greiðsla fyrir veiðileyfi
Ávallt er gætt að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga við upplýsingasöfnun. Fiskistofu er umhugað um upplýsingaöryggi og hefur stofnunin hlotið vottun skv. ISO 27001, sem er alþjóðleg upplýsingaöryggisvottun.
Fiskistofa skilar öllum gögnum til Þjóðskjalasafns Íslands úr eigin kerfum í samræmi við afhendingar- og varðveisluskyldu samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn.
Nánar um umsóknarferlið
Ef þú telur að ástæða synjunarinnar eigi ekki við rök að styðjast getur þú sent tölvupóst á fiskistofa@fiskistofa.is.
Spurningar og athugasemdir sendist á fiskistofa@fiskistofa.is.
Þjónustuaðili
Fiskistofa