Fara beint í efnið

Beitukóngsveiðileyfi

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Veiðar á beitukóngi eru háðar sérstöku veiðileyfi frá Fiskistofu.  Leyfið er gefið út til eins fiskveiðiárs í senn. 

Skilyrði

  • Skip hafi almennt veiðileyfi.

  • Samningur um vinnslu þarf að liggja fyrir eða jafngild yfirlýsing þegar um eigin vinnslu er að ræða.

  • Staðfesting frá MAST um gilt vinnsluleyfi.

  • Veiðar eru einungis leyfðar á svæðum sem hafa verið heilnæmiskönnuð af MAST.

Veiðarfæri 

  • Krókabátar með beitukóngsveiðileyfi mega veiða með beitukóngsgildrum.  

  • Ekki er heimilt að hafa önnur veiðarfæri um borð en plóga og gildrur. 

Niðurfelling leyfis

Ráðherra er heimilt að fela Fiskistofu að fella úr gildi öll leyfi til beitukóngsveiða sé talin ástæða til að takmarka veiðarnar eða endurskipuleggja stjórnun þeirra.  

Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferli og kostar leyfið 22.000 krónur

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Þjónustuaðili

Fiski­stofa