Sótt er um leyfi til veiða á kúfskel fyrir hvert fiskveiðiár. Þeir bátar sem veiða kúfskel til manneldis er heimilt að veiða með plóg.
Krókaaflamarksbátum er heimilt að veiða kúfskel til beitu.
Við vigtun og skráningu á kúfskel gilda ákvæði reglugerðar um vigtun og skráningu sjávarafla og reglugerðar um afladagbækur.
Skilyrði
Samningur um vinnslu þarf að liggja fyrir eða jafngild yfirlýsing þegar um eigin vinnslu er að ræða.
Staðfesting frá MAST um gilt vinnsluleyfi.
Veiðar eru einungis leyfðar á svæðum sem hafa verið heilnæmiskönnuð af MAST.
Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferli og kostar leyfið 22.000 krónur
Þjónustuaðili
Fiskistofa