Taflan hér að neðan birtir helstu gjaldflokka Fiskistofu. Gjaldskráin byggir á auglýsingu um gjaldskrá Fiskistofu frá 20. desember 2023. Ef um misræmi er að ræða gildir sú upphæð sem kemur fram í auglýsingunni.
Allir reikningar Fiskistofu eru rafrænir. Þeir eru aðgengilegir á vefsíðu Ísland.is sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Reikningana má alla finna undir „Mínar síður“. Þeir koma bæði fram í pósthólfinu og undir „Fjármál“.
Tímagjald sérfræðings - 24.500 krónur
Tímagjald veiðieftirlitsmanns - 26.600 krónur
Veiðileyfi - 22.000 krónur
Strandveiðigjald - 50.000 krónur
Leyfi til strandveiða, (strandveiðigjald ásamt veiðileyfi) - 72.000 krónur
Leyfi til heimavigtunar afla ásamt úttekt - 246.500 krónur
Leyfi til endurvigtunar afla ásamt úttekt - 219.900 krónur
Leyfi til framkvæmda í eða við veiðivatn - 24.500 krónur
Veiðivottorð - 200 krónur
Vinnsluvottorð - 8.200 krónur
CITES vottorð og leyfi - 24.500 krónur
Daggjald vegna veru eftirlitsmanns um borð í skipi - 113.700 krónur
Daggjald vegna eftirlits með löndun erlendis - 95.600 krónur
Úttekt á búnaði til vinnslu afla um borð í skipi - 159.800 krónur
Úttekt vegna breytingar á leyfi eða endurnýjun - 166.600 krónur
Úthlutun aflaheimilda á tilboðsmarkaði - 15.400 krónur
Úthlutun aflaheimilda (skel- og rækjubætur) - 5.000 krónur
Úthlutun byggðakvóta - 40.400 krónur
Flutningur á aflamarki og krókaaflamarki - 6.100 krónur
Rafrænn flutningur á aflamarki og krókaaflamarki - 450 krónur
Flutningur á aflahlutdeild ásamt staðfestingu - 28.600 krónur
Árgjald þjónustusamnings um rafrænar tilkynningar á flutningi aflamarks - 49.000 krónur