Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Veiðivottorð

Veiðivottorð Fiskistofu eru staðfesting á því að afli sem íslenskar sjávarafurðir eru unnar úr hafi verið veiddur innan íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Evrópusambandið gerir kröfu um veiðivottorð vegna allra innfluttra sjávarafurða, Bandaríkin gera kröfu um veiðivottorð vegna innflutnings á þorski og Japan vegna makríls.

Vottorðið uppfyllir samninga á milli Íslands, Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Japan. Það er staðlað og því er ekki hægt að breyta.

Veiðivottorðakerfið

Sækja þarf um aðgang á netfangið vottord@fiskistofa.is.

Með umsókninni þurfa að fylgja eftirfarandi upplýsingar:

  • nafn fyrirtækis

  • heimilisfang

  • kennitala

  • netfang

  • símanúmer

Innskráning

  • Kerfið aðgengilegt í á vefslóðinni https://vottord.fiskistofa.is

  • Innskráning er í gegnum Ísland.is með rafrænum skilríkjum.

  • Ef annar en prókúruhafi útbýr vottorðið þarf umboð.

Fyrir notendur með XML-innlestur

  • Aðilar sem nota WiseFish (SaaS Microsoft hýsing, útgáfa 26 og nýrri) geta nú útbúið og sent vottorð beint úr kerfinu til Fiskistofu í stað þess að búa til XML.

  • Aðrir XML notendur geta tengst vefþjónustu Fiskistofu (API) til að útbúa vottorð úr sínum kerfum.

Reglur

Fyrir Evrópu:

  • Vottorðin eru send stafrænt frá kerfi Fiskistofu inn í kerfi ESB, CATCH.

  • Veiðivottorð eru einungis gefin út fyrir afla íslenskra skipa.

  • Hægt er að leiðrétta staðfest vottorð ef gerð eru mistök.

  • Tengja þarf vöru og fisktegund við löndun.

  • Tollflokkar á veiðivottorði eru 6 stafir

  • Sé um unnar fiskafurðir að ræða þarf að útbúa vinnsluvottorð.

  • Vinnsluvottorð verður til samhliða veiðivottorði í kerfinu.

  • Á vinnsluvottorð þarf að skrá eftirfarandi:

    • framleiðslumagn vöru.

    • fiskvinnsluna sem vann afurðirnar.

    • 8 stafa tollflokk.

Athugið

Útflytjendur og vinnsluaðilar fiskafurða eru beðnir um að skrá ekkert sjálfir inn í TRACES kerfi ESB til skráningu upplýsinga varðandi útgáfu veiði og vinnsluvottorða.

  • Skráning getur leitt til villu sem leiðir til höfnunar veiði- eða vinnsluvottorðs.

Fyrir Bandaríkin og Japan:

  • Veiðivottorð eru einungis gefin út fyrir afla íslenskra skipa.

  • Hægt er að leiðrétta staðfest vottorð ef gerð eru mistök.

  • Tengja þarf vöru og fisktegund við löndun.

Veiðivottorðakerfi

Veiðivottorðakerfi - Leiðbeiningar

Vottorðið kostar 210 krónur

Þjónustuaðili

Fiski­stofa