Ígulkeraveiðileyfi
Heimild til veiða á ígulkerjum er tvenns konar, með aflamarki og sérveiðileyfi á afmörkuðum svæðum.
Ígulkeraveiðar með aflamarki
Skilyrði
Skip þarf leyfi til veiða í atvinnuskyni.
Skip þarf að hafa aflamark í ígulkerum.
Veiðisvæði
Veiðarnar má stunda á þremur svæðum í Breiðafirði sem tilgreind eru í reglugerð.
Ekki er heimilt að veiða á fleiri en einu veiðisvæði í hverri veiðiferð.
Ígulkera sérveiðileyfi
Skilyrði
Skip þarf leyfi til veiða í atvinnuskyni.
Veiðisvæði
Ísafjarðardjúp
Húnaflói, svæði tilgreind í reglugerð
Austfirðir, svæði tilgreind í reglugerð
Heildarafli er tilgreindur fyrir hvert svæði og veiðar stöðvaðar þegar honum er náð.
Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferli og kostar leyfið 22.000 krónur
Almennt um veiðarnar
Veiðarfæri
Hámarks breidd plógs er 2,5 m og hámarksþyngd 700 kg.
Einungis má nota einn plóg til veiða á hverju sinni.
Möskvastærð þarf að vera að lágmarki 80 mm að innanmáli .
Vigtun
Ekki má landa ígulkerum sem eru undir 45 mm í þvermál.
Veiðist ígulker minni en 45 mm í þvermál á að sleppa þeim aftur.
Skipstjóri á að gefa upp veiðisvæði aflans við vigtun á hafnarvog.

Þjónustuaðili
Fiskistofa