Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Atvinnuvegaráðuneytið
Málaflokkur
Sjávarútvegur, Landhelgismál
Undirritunardagur
27. ágúst 2025
Útgáfudagur
29. ágúst 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 930/2025
27. ágúst 2025
REGLUGERÐ
um veiðar á skollakopp (ígulkerum).
I. KAFLI Almenn ákvæði.
1. gr. Almennt um veiðar á skollakopp (ígulkerum).
Allar veiðar á skollakopp (ígulkerum) í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar, nema skipum sem hafa aflamark í skollakopp (ígulkerum), sbr. ákvæði laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, eða hafa sérveiðileyfi frá Fiskistofu, sbr. ákvæði laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
2. gr. Veiðarfæri og veiðisvæði.
Aðeins er heimilt að veiða skollakopp (ígulker) með einum plógi á hverju skipi samtímis og skal breidd plógs ekki vera meiri en 2,5 m og hámarksþyngd 700 kg.
Möskvastærð í poka má ekki vera minni en 80 mm (innanmál).
Ekki er heimilt að landa skollakopp (ígulkerum) sem eru undir 45 mm í þvermál. Veiðist ígulker undir þeim stærðarmörkum skal sleppa þeim aftur.
Ekki er heimilt að veiða á fleiri en einu veiðisvæði í hverri veiðiferð.
3. gr. Vigtun.
Við vigtun og skráningu á skollakopp (ígulkerum) gilda ákvæði reglugerðar nr. 745/2016, um vigtun og skráningu sjávarafla. Skipstjóri skal gefa upp veiðisvæði við veiðar, sbr. II. og III. kafla reglugerðarinnar við vigtun afla á hafnarvog.
II. KAFLI Aflamarksveiðar.
4. gr. Svæðaskipting veiða.
Skipum sem hafa aflamark í skollakopp (ígulkerum) á eftirfarandi svæðum er heimilt að veiða ígulker á þeim tilteknu svæðum sem aflamarkið er bundið við (fylgiskjal 1):
Svæði A
65°30,00’N – 24°30,00’V
65°35,00’N – 23°30,00’V
65°40,00’N – 21°45,00’V
65°13,00’N – 21°35,00’V
65°13,00’N – 22°40,00’V
64°53,12’N – 22°40,00’V
64°53,12’N – 24°02,45’V
Svæði B
65°13,00’N – 22°40,00’V
65°13,00’N – 22°31,00’V
65°08,00’N – 22°31,00’V
65°04,00’N – 22°25,00’V
65°00,00’N – 22°40,00’V
Svæði C
Hvammsfjörður innan línu sem dreginn er milli eftirfarandi hnita:
65°08,00’N – 22°31,00’V
65°04,00’N – 22°25,00’V
III. KAFLI Sérveiðileyfi.
5. gr. Úthlutun leyfa.
Fiskistofa skal úthluta leyfi til veiða á skollakopp (ígulkerum) að fenginni umsókn, sbr. 3. mgr. 7. gr. laga nr. 79/1997. Veiðileyfum skal úthluta á eftirtalin veiðisvæði í Ísafjarðardjúpi, Húnaflóa og á Austfjörðum, gildir eitt leyfi fyrir öll svæðin.
Leyfi til veiða á skollakopp er bundið við fiskveiðiár.
Skilyrði fyrir útgáfu leyfis til að veiða ígulker er að skip hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni.
Krókaaflamarksbátum sem fá leyfi til að veiða ígulker samkvæmt reglugerð þessari er heimilt að veiða ígulker með plóg.
6. gr. Leyfilegur heildarafli fyrir viðkomandi svæði.
Leyfilegur heildarafli hvers fiskveiðiárs tilgreindur í tonnum fyrir viðkomandi svæði er sem hér segir:
| Svæði | Leyfilegur heildarafli | |
| Í Ísafjarðardjúpi | 60 | |
| Í Húnaflóa | Í Miðfirði | 20 |
| Í Steingrímsfirði | 20 | |
| Í Bitrufirði | 20 | |
| Á Austfjörðum | A: Austurland norður | 25 |
| B: Austurland mið | 30 | |
| C: Austurland suður | 40 | |
7. gr. Svæðaskipting veiða á skollakopp (ígulkerum).
Skipum sem hafa leyfi til veiða á skollakopp (ígulkerum) er heimilt að veiða á þeim tilteknu svæðum sem leyfi er bundið við (fylgiskjöl 2-4):
Í Ísafjarðardjúpi.
Heimilt er að veiða fyrir innan línu milli eftirfarandi punkta:
66°11,47’N - 23°28,19’V
66°21,26’N - 23°11,36’V
66°13,55’N - 22°58,12’V
Í Húnaflóa.
Heimilt er að veiða vestan við línu dregna beint í norður frá eftirfarandi punkti:
65°40,55’N - 20°42,18’V
Óheimilt er að veiða í Hrútafirði.
Lokun innan Miðfjarðar.
Svæði 1: Óheimilt er að veiða fyrir innan línu milli eftirfarandi punkta:
65°27,33’N - 21°03,04’V
65°27,21’N - 21°02,32’V
65°21,49’N - 20°57,46’V
65°21,36’N - 20°58,16’V
Svæði 2: Óheimilt er að veiða fyrir innan línu milli eftirfarandi punkta:
65°26,65’N - 20°58,94’V
65°25,29’N - 20°58,21’V
65°25,26’N - 20°58,65’V
65°26,65’N - 20°59,67’V
Á Austfjörðum.
Heimilt er að veiða á eftirfarandi svæðum:
A: Austfirðir norður:
65°15,00’N - 14°15,00’V
65°24,00’N - 14°15,00’V
65°24,00’N - 13°18,00’V
65°15,00’N - 13°18,00’V
B: Austfirðir mið:
65°04,00’N - 14°15,00’V
65°15,00’N - 14°15,00’V
65°15,00’N - 13°18,00’V
65°04,00’N - 13°18,00’V
C: Austfirðir suður:
64°55,00’N – 14°15,00’V
64°04,20’N – 14°15,00’V
65°04,00’N – 13°18,00’V
64°55,00’N – 13°18,00’V
Lokunarsvæði innan Reyðarfjarðar.
Svæði 1: Óheimilt er að veiða fyrir innan línu milli eftirfarandi punkta:
65°02,21’N - 14°03,27’V
65°01,84’N - 14°02,27’V
65°02,63’N - 13°59,31’V
65°02,39’N - 13°57,16’V
Svæði 2: Óheimilt er að veiða fyrir innan línu milli eftirfarandi punkta:
65°00,53’N - 13°56,59’V
65°00,83’N - 13°56,01’V
64°59,42’N - 13°52,28 V
64°59,03’N - 13°52,99’V
Svæði 3: Óheimilt er að veiða fyrir innan línu milli eftirfarandi punkta:
65°02,46’N - 13°53,51’V
65°02,31’N - 13°53,63’V
65°02,12’N - 13°52,82’V
65°02,21’N - 13°52,59’V
Svæði 4: Óheimilt er að veiða fyrir innan línu milli eftirfarandi punkta:
65°03,51’N - 13°59,20’V
65°03,41’N - 13°59,31’V
65°03,19’N - 13°59,54’V
65°03,27’N - 13°58,31’V
Svæði 5: Óheimilt er að veiða fyrir innan línu milli eftirfarandi punkta:
64°57,91’N - 13°49,28’V
64°57,73’N - 13°49,39’V
64°57,42’N - 13°48,36’V
64°57,95’N - 13°48,17’V
Lokunarsvæði innan Berufjarðar.
Svæði 1: Óheimilt er að veiða fyrir innan línu milli eftirfarandi punkta:
64°43,32’N - 14°23,74’V
64°43,30’N - 14°23,22’V
64°42,76’N - 14°23,18’V
64°42,78’N - 14°23,72’V
Svæði 2: Óheimilt er að veiða fyrir innan línu milli eftirfarandi punkta:
64°44,47’N - 14°22,40’V
64°44,42’N - 14°22,62’V
64°43,88’N - 14°22,58’V
64°43,88’N - 14°22,36’V
8. gr. Stjórn veiða og eftirlit.
Fiskistofa annast eftirlit með veiðunum og skal tryggja að veiðar á hverju veiðisvæði séu ekki skaðlegar og í samræmi við varúðarsjónarmið. Fiskistofa skal loka svæðum fyrir veiðum þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla fyrir hvert svæði verði náð.
IV. KAFLI Viðurlög og gildistaka.
9. gr. Viðurlög.
Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, IV. kafla laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.
10. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er gefin út með stoð í 5., 6., 8. og 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, 2., 6., 8. og 30. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Við gildistöku reglugerðarinnar fellur úr gildi reglugerð nr. 765/2020 um veiðar á ígulkerum.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 27. ágúst 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
Skúli Kristinn Skúlason.
B deild — Útgáfudagur: 29. ágúst 2025



