Um útgáfu Stjórnartíðinda gilda lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað nr. 15/2005.
Ferlið til að senda inn auglýsingu til Stjórnartíðinda í gegnum umsóknarkerfi Stafrænts Íslands
Stjórnartíðindi tekur núna við auglýsingum í gegnum umsóknarkerfi Stafræns Íslands og er orðið rafrænt ferli fyrir stofnanir og sveitarfélög til að senda inn auglýsingu. Ferlið er orðið skilvirkara og einfaldara í notkun, býður notendum upp á að vera í samskiptum við ritstjórn í gegnum samskiptagátt og staðlar ferli Stjórnartíðinda.
Allar stofnanir fá admin aðgang sem sér um notenda stýringu fyrir hverja stofnun. Hver stofnun getur verið með marga notendur en aðeins einn admin aðgang. Admin aðgangurinn tengir viðeigandi notendur við sína eigin stofnun með kennitölum (kennitölu persónu og kennitölu lögaðila). Þá getur notandinn skráð sig inn með sínum rafrænum skilríkjum og sent inn auglýsingar og mál fyrir sína stofnun.
Hjá hverri stofnun og sveitarfélagi verður úthlutaður admin aðgangur þar sem hægt er að gefa öllum þeim sem þurfa innan stofnunarinnar réttu leyfin til að senda inn mál í gegnum umsóknarkerfið.
Innskráning í kerfið er gerð með rafrænum skilríkjum.
Microsoft Word skjöl og skjöl sem eru vistuð sem .doc/docx.
Hægt er að hafa samband við ritstjórn eftir að málið er komið í ferli og ritstjórn opnar á samskiptagátt.
Það þarf að skila inn undirrituðu frumriti sem pdf skjal, rafrænt eða með bleki.
Reynt er að gefa allar auglýsingar út á völdum degi. Ef ekki er valin tiltekinn dagur þá er auglýsing gefin út eftir 10 virka dag. Einungis er gefið út virka daga, nema í neyðartilvikum.
Já, það þarf að setja inn a.m.k einn viðeigandi efnisflokk fyrir hvert mál. Ritstjórn hefur lokavald um það hvaða efnisflokkar eru settir á mál og geta uppfært, fjarlægt eða bætt við. Er þetta gert til að hægt sé að flokka málin á viðeigandi hátt.
Öll samskipti við ritstjórn fara fram í gegnum kerfið.
Hægt er að senda skilaboð beint til ritstjórnar í gegnum skilaboð box í umsóknarferlinu. Einnig opnast á samskiptagátt þegar málið er komið í ferli hjá ritstjórn.
Undir „Mínar umsóknir“ er yfirlit yfir mál sem þú hefur sent inn eða ert með mál í vinnslu. Hægt er að sjá stöðu mála, opna umsókn og svara skilaboðum.
Sendandi fær tölvupóst þegar mál eru gefin út. Einnig er hægt að fylgjast með stöðu mála undir mínar umsóknir inn á umsóknarkerfinu.
Eftir að málið er komið til ritstjórn er ekki hægt að hætta við birtingu eða senda skilaboð fyrr en ritstjórn opnar á samskiptagátt. Alltaf er hægt að hafa samband við ritstjórn Stjórnartíðinda ef mikið liggur á, stjornartidindi@dmr.is.
Slóðin www.stjornartidindi.is verður áfram til en fer með notandann inn á island.is/stjornartidindi
Ef atriði vantar er hægt að hafa samband við ritstjórn í gegnum samskipti, sem metur hvort ástæða sé til að bæta við flokkum.
Ekki verður breyting á hvað þarf að fylgja hverri umsókn. Nema hvað varðar ritvinnsluskjal, þá þarf ekki lengur að senda það með máli..
Það er hægt að finna helstu sniðmát undir sniðmát efnis í ritli.
Myndbönd
Ef það vantar frekari aðstoð sendið póst á stjornartidindi@dmr.is