Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Leiðbeiningar fyrir Stjórnartíðindi

Um útgáfu Stjórnartíðinda gilda lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað nr. 15/2005.

Innsending auglýsinga gegnum umsóknarkerfi Stafræns Íslands

Stjórnartíðindi taka nú við öllum auglýsingum frá stofnunum og sveitarfélögum gegnum umsóknarkerfi Stafræns Íslands.

Senda inn auglýsingu til Stjórnartíðinda.

Skráningin er að fullu rafræn og viðmótið styður við notendur í hverju skrefi til þess að minnka líkur á mistökum. Ferlið hefur verið gert skilvirkara og einfaldara en áður með innbyggðum möguleikum á rafrænum samskiptum við ritstjórn.

Notendur skrá sig inn með sínum rafrænu skilríkjum og geta eftir það sent inn auglýsingar og mál fyrir stofnanir sem þeir hafa verið tengdir við. Hver stofnun getur verið með marga notendur sem mega senda inn auglýsingar.

Aðgangur og innskráning

Skráning auglýsingar

Útgáfa og eftirfylgni

Myndband með leiðbeiningum

Ef þig vantar frekari aðstoð, sendu póst á stjornartidindi@dmr.is