Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Innanríkisráðuneytið
Málaflokkur
Birting laga og stjórnvaldaerinda
Undirritunardagur
22. janúar 2016
Útgáfudagur
26. janúar 2016
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 45/2016
22. janúar 2016
GJALDSKRÁ
fyrir Stjórnartíðindi.
1. gr.
Fyrir efni sem birtist í Stjórnartíðindum skal greiða gjald skv. 2. og 3. gr. Efni sem birtast á í Stjórnartíðindum skal berast Stjórnartíðindum minnst 10 virkum dögum fyrir birtingardag.
2. gr.
- Gjald fyrir birtingu efnis í A-deild Stjórnartíðinda er 4.000 kr. fyrir hverja síðu.
- Gjald fyrir birtingu efnis í B-deild Stjórnartíðinda:
- Fyrir texta sem sendur er í gegnum auglýsingakerfi Stjórnartíðinda greiðist 9.000 kr. lágmarksgjald. Auk lágmarksgjalds greiðast 2 krónur fyrir hvert stafabil umfram fyrstu 1000 stafabil.
-
Fyrir
birtingu
mynda
og
uppdrátta
greiðist
eftirfarandi
gjald:
Fyrir 1-5 myndir 5.000 kr.
Fyrir 6-15 myndir 10.000 kr.
Fyrir 16 myndir eða fleiri 15.000 kr. - Fyrir birtingu EES-gerðar með reglugerð, fullfrágengið fylgiskjal, greiðast 15.000 kr.
- Fyrir birtingu skipulagsskrár sem staðfest er samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 19/1988 eða breytingu á henni greiðast 27.000 krónur.
- Gjald fyrir birtingu efnis í C-deild Stjórnartíðinda er 5.000 kr. fyrir hverja síðu.
- Fyrir birtingu efnis sem óskað er að birtist innan 10 virkra daga skal greiða 80% álag á gjald skv. lið 1, 2 og 3. Heimilt er að innheimta sama álag vegna vinnu við innslátt eða uppsetningu efnis sem ekki er skilað fullunnu.
3. gr.
Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 15 10. mars 2005, um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, eru gjöld fyrir áskrift að prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda sem hér segir:
A-deild
kr.
60.000
á
ári.
B-deild
kr.
160.000
á
ári.
C-deild
kr.
60.000
á
ári.
Verð
einstakra
prentaðra
hefta
er
kr.
16.000.
Verð fyrir árganga eldri en 2005 er sem hér segir:
A-deild
kr.
6.000
á
ári.
B-deild
kr.
16.000
á
ári.
C-deild
kr.
6.000
á
ári.
Póstsending innanlands er innifalin í verði áskriftar, einstakra hefta og eldri árganga, en fyrir kostnað vegna póstsendingar til útlanda skal greiða sérstaklega.
4. gr.
Gjaldskrá þessi sem sett er skv. heimild í 3. mgr. 6. gr. laga nr. 15/2005, um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, kemur í stað gjaldskrár fyrir Stjórnartíðindi nr. 1276/2007 og öðlast gildi 1. febrúar 2016. Jafnframt fellur brott auglýsing nr. 469/2001 um gjald fyrir birtingu staðfestra skipulagsskráa í B-deild Stjórnartíðinda.
Innanríkisráðuneytinu, 22. janúar 2016.
Ólöf Nordal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
B deild - Útgáfud.: 26. janúar 2016