Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Dómsmálaráðuneytið
Málaflokkur
Birting laga og stjórnvaldaerinda
Undirritunardagur
23. september 2022
Útgáfudagur
11. október 2022
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1127/2022
23. september 2022
AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá fyrir Stjórnartíðindi nr. 45/2016.
1. gr.
Við 3. tölulið 2. gr. gjaldskrárinnar bætist nýr málsliður svohljóðandi: Gjald fyrir birtingu alþjóðasamninga sem gerðir voru fyrir árslok 2019 er 1.500 kr. fyrir hverja uppsetta blaðsíðu. Auk þess greiðast 5.000 kr. fyrir hvern viðauka á pdf-formi sem er fullfrágengið fylgiskjal.
2. gr.
Gjaldskráin er sett skv. heimild í 3. mgr. 6. gr. laga nr. 15/2005, um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, og öðlast breytingin gildi þegar í stað.
Dómsmálaráðuneytinu, 23. september 2022.
Jón Gunnarsson.
Haukur Guðmundsson.
B deild - Útgáfud.: 11. október 2022