Frístundaveiðileyfi eru tvenns konar, með aflamarki og án aflamarks.
Leyfin eru ætluð ferðaþjónustuaðilum og þarf leyfi frá Ferðamálastofu að fylgja umsókn.
Frístundaveiðileyfi með aflamarki
Leyfið er veitt til eins fiskveiðiárs.
Heimilt er að fénýta aflann.
Allan afla þarf að vigta og skrá.
Ekki er skylda að halda afladagbók.
Veiða má með sjóstöng og handfærum án sjálfvirknibúnaðar.
Hægt er að sækja um og fá gegn greiðslu að uppfylltum skilyrðum, sérstakar aflaheimildir í þorski til frístundaveiðiskipa. Verðið er 80% af meðalverði aflamarks næsta virka dag á undan. Skip getur að hámarki keypt 10 tonn.
Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferli og kostar leyfið 22.000 krónur
Frístundaveiðileyfi án aflamarks
Leyfið er veitt til eins fiskveiðiárs
Óheimilt er að selja eða fénýta aflann.
Skrá verður allan afla í skýrslum til Fiskistofu.
Veiða má með sjóstöng og handfærum án sjálfvirknibúnaðar.
Bátur sem að tekur færri en 20 farþega má hafa 7 stangir eða handfæri og má að hámarki veiða 49 fiska á dag.
Bátur sem tekur 20-49 farþega má hafa allt að 15 stangir eða handfæri og má veiða að hámarki 60 fiska á dag.
Bátur sem tekur yfir 50 farþega má hafa 25 sjóstangir eða handfæri og má að hámarki veiðar 75 fiska á dag.
Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferli og kostar leyfið 22.000 krónur
Veiðar til eigin neyslu
Öllum er heimilt að veiða á sjó til eigin neyslu með sjóstöng og handfærum án sjálfvirknibúnaðar.
Þessar veiðar eru ekki leyfisskyldar.
Hafa þarf réttindi landeigenda í huga þegar haldið er til veiða.
Óheimilt er að selja eða fénýta aflann.
Þjónustuaðili
Fiskistofa