Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Dómstólar Forsíða
Dómstólar Forsíða

Dómstólar

Dómarar

Fjöldi dómara

Í héraðsdómi er alla jafna einn dómari, í Landsrétti þrír dómarar og í Hæstarétti fimm dómarar.

Klæðnaður dómara

Dómarar bera ávallt skikkjur í þinghöldum í dómsölum. Þær undirstrika hlutleysi dómara. Skikkjurnar eru ólíkar útlits eftir dómstigum.

Dómari ávarpaður 

Oft eru dómarar ávarpaðir sem „dómari“ eða „virðulegi dómur“. 

Kvörtun yfir dómara

Hægt er að senda kvörtun til nefndar um dómarastörf ef einhver telur dómara hafa gert á sinn hlut í störfum sínum. Ef ástæðan er óánægja með dóm sem dómari hefur fellt er ekki hægt að kvarta yfir henni til nefndarinnar heldur verður að áfrýja málinu til æðra dómstigs.