Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Dómstólar Forsíða
Dómstólar Forsíða

Dómstólar

Hvernig lítur dómsalur út?

Dómsalir líta ekki allir eins út en fyrirkomulag inn í sölunum er með sama sniði.  Hér má sjá dómsal 1 í Héraðsdómi Reykjaness.

Dómsalur 1 í Héraðsdómi Reykjaness

Hver situr hvar 

Dómarinn situr við dómarabekk fyrir miðju, eða dómarar ef þeir eru fleiri en einn.  

Vitni sitja í miðjunni, beint á móti dómaranum.  

Vinstra megin í salnum sitja: 

Hægra megin í salnum sitja: 

Vinstra megin í salnum sitja: 

  • stefnandi/sóknaraðili og lögmaður hans, ef málið er einkamál. 

  • ákærandi og réttargæslumaður brotaþola, ef málið er sakamál. 

Hægra megin í salnum sitja: 

  • stefndi/varnaraðili,  og lögmaður hans, ef málið er einkamál. 

  • ákærði og verjandi, það er lögmaður ákærða, ef málið er sakamál. 

Áfram: Þinghöld