Fara beint í efnið

Greiðsluþátttökukerfi - hvað þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu?

Á þessari síðu

Tilvísanir/beiðnir vegna þjónustu

Tilvísanakerfið

Sjúkratryggingar niðurgreiða eftirfarandi heilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga með tilvísun:

  • Sérgreinalæknaþjónustu barna, rannsóknir, geisla- og myndgreiningar

    - heimilis- eða heilsugæslulæknir gefur út tilvísun

  • Sjúkraþjálfun, talþjálfun og iðjuþjálfun hjá öllum aldurshópum
    - læknir eða sjúkraþjálfari á heilsugæslustöð gefur út tilvísun

  • Sálfræðiþjónustu barna hjá sálfræðingum sem eru með samning við Sjúkratryggingar

    - tilvísun þarf að vera frá ákveðnum tilvísunarteymum eða barnageðlæknum

Greiðsluþátttaka vegna augasteinaaðgerða, ljósameðferða á húð og sértækra lýtaaðgerða er háð fyrirfram samþykki Sjúkratrygginga.

Tilvísun til sérgreinalækna

  • Börn yngri en tveggja ára og börn með umönnunarmat greiða ekkert gjald.

  • Börn á aldrinum tveggja til og með sautján ára með tilvísun frá heilsugæslu- eða heimilislækni greiða ekkert gjald. Án tilvísunar er greitt 30% samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga.

  • Ef koma barns til sérfræðings á göngudeild eða dagdeild sjúkrahúsa er í beinu fram­haldi af komu á slysadeild eða bráðamóttöku sjúkrahúsa er ekki þörf á tilvísun.

Tilvísun í sjúkraþjálfun

  • Læknir eða sjúkraþjálfari á heilsugæslustöð gefur út tilvísun.

  • Tilvísun gefur 15 skipta heimild í eitt ár frá upphafi meðferðar.

  • Einstaklingur velur sér sjúkraþjálfara. Tilvísun er skilað til sjúkraþjálfara eða sjúkraþjálfari sækir tilvísunina rafrænt. Sjúkraþjálfari sendir tilvísun til Sjúkratrygginga.

  • Börn yngri en 18 ára með tilvísun frá lækni greiða ekki fyrir þjónustuna miðað við gjaldskrá Sjúkratrygginga.

  • Almennir notendur, aldraðir og öryrkjar greiða samkvæmt greiðslustöðu.

  • Sjúkraþjálfari metur hvort þörf er á fleiri skiptum til að ljúka meðferð og sækir um til Sjúkratrygginga sé þess þörf.

Tilvísun í talþjálfun

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga vegna frávika í málþroska og framburði einskorðast við börn sem eru með meiri háttar frávik. Nánar um skilgreiningu á meiri háttar frávikum í rammasamningi við talmeinafræðinga.

Samkomulag er um aðkomu sveitarfélaga að talþjálfun hjá börnum með minni frávik og fellur sú meðferð því ekki undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.

  • Börn yngri en 18 ára með tilvísun frá lækni og greiningu og mat frá talmeinafræðingi fá talþjálfun gjaldfrjálst að uppfylltum skilyrðum. Fyrirfram samþykki þarf frá Sjúkratryggingum.

  • Almennir notendur, aldraðir og öryrkjar greiða samkvæmt greiðslustöðu sinni í greiðsluþátttökukerfinu.

  • Tilvísun gefur 15 skipta heimild í eitt ár frá upphafi meðferðar.

  • Einstaklingur velur sér talmeinafræðing og kemur tilvísun til hans.

  • Sjúkratryggingar taka þátt í einni greiningu á hverju 12 mánaða tímabili og ráðgjöf í tvö skipti skv. nánari skilyrðum í rammasamning talmeinafræðinga.

  • Talmeinafræðingur metur hvort þörf er á fleiri skiptum til að ljúka meðferð og sækir um til Sjúkratrygginga sé þess þörf.

Tilvísun í iðjuþjálfun

  • Börn yngri en 18 ára með tilvísun frá lækni fá iðjuþjálfun gjaldfrjálst, annars þarf að greiða fyrir þau 30% af gjaldskrá.

  • Almennir notendur, aldraðir og öryrkjar greiða samkvæmt greiðslustöðu sinni í greiðsluþátttökukerfinu.

  • Tilvísun gefur 15 skipta heimild í eitt ár frá upphafi meðferðar.

  • Samningur er við Sjúkratryggingar um þjónustu iðjuþjálfa við Æfingastöðina, Gigtarfélagið og Bjarg Akureyri.

  • Iðjuþjálfi metur hvort þörf er á fleiri skiptum til að ljúka meðferð og sækir um til Sjúkratrygginga sé þess þörf.

Tilvísun í húðmeðferð

  • Læknir gefur út tilvísun í ljósameðferð

  • Lasermeðferð er háð fyrirfram samþykki Sjúkratrygginga samkvæmt reglugerð 722/2009 um lýtalækningar

Sálfræðiþjónusta barna

Lýtalækningar

Augasteinsaðgerðir

Einstaklingur þarf að uppfylla ákveðin skilyrði fyrir augasteinsaðgerð með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.

Þrír aðilar hafa gert samning við Sjúkratryggingar um greiðsluþátttöku vegna augasteinsaðgerða: Landspítali háskólalsjúkrahús (LSH), Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) og Lentis ehf; Davíð Þór Bragason og Keith Fogg

  • Aðgerð á LSH: Ekki þarf að hafa samband við Sjúkratryggingar fyrirfram. Rukkað er samkvæmt greiðslustöðu.

  • Aðgerð á SAK: Augnlæknir sendir umsókn um greiðsluþátttöku til Sjúkratrygginga til samþykktar.

  • Ef umsókn er samþykkt er greitt samkvæmt stöðu í greiðsluþátttökukerfinu.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar