Greiðsluþátttökukerfi - hvað þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu?
Á þessari síðu
Tilvísanir/beiðnir vegna þjónustu
Tilvísanakerfið
Sjúkratryggingar niðurgreiða eftirfarandi heilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga með tilvísun:
Sérgreinalæknaþjónustu barna, rannsóknir, geisla- og myndgreiningar
- heimilis- eða heilsugæslulæknir gefur út tilvísun
Sjúkraþjálfun, talþjálfun og iðjuþjálfun hjá öllum aldurshópum
- læknir eða sjúkraþjálfari á heilsugæslustöð gefur út tilvísunSálfræðiþjónustu barna hjá sálfræðingum sem eru með samning við Sjúkratryggingar
- tilvísun þarf að vera frá ákveðnum tilvísunarteymum eða barnageðlæknum
Greiðsluþátttaka vegna augasteinaaðgerða, ljósameðferða á húð og sértækra lýtaaðgerða er háð fyrirfram samþykki Sjúkratrygginga.
Tilvísun til sérgreinalækna
Bráða- og vaktþjónusta barnalækna, þjónusta kvensjúkdómalækna og þjónusta augnlækna verður gjaldfrjáls fyrir börn og þannig er ekki þörf á tilvísunum
Enn er þörf fyrir tilvísun barna (yngri en 18 ára) til annarra sérgreinalækna
Sérgreinalæknir, sem fengið hefur tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni, getur nú vísað barni til annars sérgreinalæknis ef hann telur að það þurfi á annars konar sérfræðiþjónusta að halda
Ekki er þörf á tilvísun heimilis- eða heilsugæslulæknis í myndgreiningar- og rannsóknarþjónustu
Sjúkrahúslæknir getur nú vísað barni til sérgreinalæknis
Heimilt er að gefa út tilvísun fyrir börn með langvinna sjúkdóma eða fötlun sem gildir að 18 ára aldri ( í stað 10 ára í senn)
Tilvísun í sjúkraþjálfun
Læknir eða sjúkraþjálfari á heilsugæslustöð gefur út tilvísun.
Tilvísun gefur 15 skipta heimild í eitt ár frá upphafi meðferðar.
Einstaklingur velur sér sjúkraþjálfara. Tilvísun er skilað til sjúkraþjálfara eða sjúkraþjálfari sækir tilvísunina rafrænt. Sjúkraþjálfari sendir tilvísun til Sjúkratrygginga.
Börn yngri en 18 ára með tilvísun frá lækni greiða ekki fyrir þjónustuna miðað við gjaldskrá Sjúkratrygginga.
Almennir notendur, aldraðir og öryrkjar greiða samkvæmt greiðslustöðu.
Sjúkraþjálfari metur hvort þörf er á fleiri skiptum til að ljúka meðferð og sækir um til Sjúkratrygginga sé þess þörf.
Tilvísun í talþjálfun
Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga vegna frávika í málþroska og framburði einskorðast við börn sem eru með meiri háttar frávik. Nánar um skilgreiningu á meiri háttar frávikum í rammasamningi við talmeinafræðinga.
Samkomulag er um aðkomu sveitarfélaga að talþjálfun hjá börnum með minni frávik og fellur sú meðferð því ekki undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.
Börn yngri en 18 ára með tilvísun frá lækni og greiningu og mat frá talmeinafræðingi fá talþjálfun gjaldfrjálst að uppfylltum skilyrðum. Fyrirfram samþykki þarf frá Sjúkratryggingum.
Almennir notendur, aldraðir og öryrkjar greiða samkvæmt greiðslustöðu sinni í greiðsluþátttökukerfinu.
Tilvísun gefur 15 skipta heimild í eitt ár frá upphafi meðferðar.
Einstaklingur velur sér talmeinafræðing og kemur tilvísun til hans.
Sjúkratryggingar taka þátt í einni greiningu á hverju 12 mánaða tímabili og ráðgjöf í tvö skipti skv. nánari skilyrðum í rammasamning talmeinafræðinga.
Talmeinafræðingur metur hvort þörf er á fleiri skiptum til að ljúka meðferð og sækir um til Sjúkratrygginga sé þess þörf.
Tilvísun í iðjuþjálfun
Börn yngri en 18 ára með tilvísun frá lækni fá iðjuþjálfun gjaldfrjálst, annars þarf að greiða fyrir þau 30% af gjaldskrá.
Almennir notendur, aldraðir og öryrkjar greiða samkvæmt greiðslustöðu sinni í greiðsluþátttökukerfinu.
Tilvísun gefur 15 skipta heimild í eitt ár frá upphafi meðferðar.
Samningur er við Sjúkratryggingar um þjónustu iðjuþjálfa við Æfingastöðina, Gigtarfélagið og Bjarg Akureyri.
Iðjuþjálfi metur hvort þörf er á fleiri skiptum til að ljúka meðferð og sækir um til Sjúkratrygginga sé þess þörf.
Tilvísun í húðmeðferð
Læknir gefur út tilvísun í ljósameðferð
Lasermeðferð er háð fyrirfram samþykki Sjúkratrygginga samkvæmt reglugerð 722/2009 um lýtalækningar
Sálfræðiþjónusta barna
Tilvísun gildir eingöngu hjá sálfræðingum sem eru með samning við Sjúkratryggingar
Tilvísun þarf að vera frá ákveðnum greiningarteymum eða barnageðlæknum
Lýtalækningar
Sjúkratryggðir einstaklingar eiga rétt á greiðsluþátttöku vegna nauðsynlegra lýtalækninga. Sjá upplýsingar um samþykktar meðferðir í reglugerð nr. 722/2009 og fylgiskjal reglugerðar
Áður en meðferð hefst þarf að sækja um fyrirfram samþykki Sjúkratrygginga. Svar við umsókn berst í Stafræna pósthólf umsækjanda.
Ef umsókn er samþykkt er greitt skv. stöðu í greiðsluþátttökukerfinu
Augasteinsaðgerðir
Einstaklingur þarf að uppfylla ákveðin skilyrði fyrir augasteinsaðgerð með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.
Þrír aðilar hafa gert samning við Sjúkratryggingar um greiðsluþátttöku vegna augasteinsaðgerða: Landspítali háskólalsjúkrahús (LSH), Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) og Lentis ehf; Davíð Þór Bragason og Keith Fogg
Aðgerð á LSH: Ekki þarf að hafa samband við Sjúkratryggingar fyrirfram. Rukkað er samkvæmt greiðslustöðu.
Aðgerð á SAK: Augnlæknir sendir umsókn um greiðsluþátttöku til Sjúkratrygginga til samþykktar.
Ef umsókn er samþykkt er greitt samkvæmt stöðu í greiðsluþátttökukerfinu.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar