Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna sjúkraþjálfunar

Sjúkratryggður einstaklingur sem þarf á þjálfun að halda á rétt á allt að 15 nauðsynlegum meðferðarskiptum á 365 dögum talið frá fyrsta meðferðarskipti.  Sjúkratryggður á einnig rétt á nauðsynlegri viðbótarþjálfun hafi Sjúkratryggingar samþykkt slíka meðferð.

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga og göngudeilda heilbrigðisstofnana vegna þjálfunar fer eftir gildandi reglugerð sem gefin er út af heilbrigðisráðuneyti. Sjá gjaldskrá.

Fyrirspurnir vegna sjúkraþjálfunar er hægt að senda á netfangið: thjalfun@sjukra.is einnig  er hægt að hafa samband í síma 515 0000 eða 515 0004.



Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar