Fara beint í efnið

Greiðsluþátttökukerfi - hvað þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu?

Dæmi um útreikning

Verðin í dæminu eru miðuð við einstakling sem greiðir almennt verð. Önnur verð gilda fyrir eldri borgara, öryrkja og börn.

Upphaf þjónustu

  • Einstaklingur nýtir heilbrigðisþjónustu í fyrsta sinn í 6 mánuði. Gjaldið fyrir þjónustuna er 35.000 krónur.
    - Hann borgar aðeins hámarksupphæðina 34.950 krónur.

  • Í næsta mánuði þarf hann að fara í rannsókn sem kostar 47.000 krónur.
    - Þá borgar hann aðeins 5.825 krónur.

  • Síðar í sama mánuði kemur hann aftur til læknis og gjaldið er 3.500 krónur.
    - Þá greiðir hann ekkert fyrir þá heimsókn þar sem hann er búin að ná hámarksgreiðslu þess mánaðar.

Þjónusta á ný eftir nokkra mánuði

Nú þarf þessi einstaklingur ekki að nýta heilbrigðisþjónustu aftur fyrr en að tveimur mánuðum liðnum. Þá safnast þetta upp og hámarksgjaldið fyrir næstu heimsókn verður 2 x 5.825 krónur eða 11.650 krónur.

  • Tveimur mánuðum síðar fer hann í rannsókn sem kostar 8.000 krónur.
    - Þá greiðir hann allt gjaldið, 8.000 krónur.
    - Mismunurinn 11.650 - 8.000 = 3.650 krónur færist yfir á næsta skipti sem hann þarf að greiða.

  • Í næsta mánuði á eftir fer hann til læknis og gjaldið er 15.000 krónur.
    - Þá greiðir hann 5.825 + 3.650 = 9.475 krónur.

  • Nýti þessi einstaklingur sér ekki heilbrigðisþjónustu næstu mánuði hækkar gjaldið sem hann þarf að greiða næst um 5.825 krónur í hverjum mánuði. Eftir 6 mánuði er hámarkinu náð, 6 x 5.825 = 34.950 krónur og þá hækkar gjaldið ekki meira þó fleiri mánuðir líði.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar