Tryggingastofnun: Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025
Er ein og sama umsóknin fyrir sjúkra– og endurhæfingargreiðslur, hlutaörorkulífeyri og örorkulífeyri eða sitt hver fyrir þetta allt?
Það eru tvær umsóknir, ein fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og önnur fyrir örorkulífeyri. Ekki er hægt að sækja sérstaklega um hlutaörorkulífeyri, niðurstaða samþætts sérfræðimats segir til um hvort samþykktur er örorkulífeyrir eða hlutaörorkulífeyrir, eða hvort umsókn er synjað þar sem endurhæfing er ekki fullreynd eða geta til virkni á vinnumarkaði er meiri en 50%.