Fara beint í efnið

Áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er ætlað að stuðla að öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks. Atvinnurekendum ber að sjá til þess að áætlunin sé til staðar á öllum vinnustöðum, óháð stærð. Vinnueftirlitið kallar eftir henni í vettvangsathugunum og stafrænu eftirliti. Áætlunin felur í sér skriflegt áhættumat og skriflega áætlun um heilsuvernd og forvarnir.

  • Við gerð áhættumats þarf að greina áhættuþætti í vinnuumhverfinu sem hugsanlega geta ógnað öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks og ber að horfa heildstætt á alla þætti starfseminnar og vinnuumhverfisins. Þá er gott að styðjast við fimm meginþætti vinnuverndar, og sértæka þætti ef við á. Það fer eftir eðli starfseminnar hve fyrirferðamikill hver áhættuþáttur er í áhættumatinu.

  • Þegar áhættumat liggur fyrir er gerð áætlun um heilsuvernd og forvarnir sem fjallar um þær ráðstafanir sem þarf að grípa til svo koma megi í veg fyrir hætturnar eða draga úr þeim eins og frekast er kostur.

Hér er fjallað um umhverfisþætti sem er einn af fimm meginþáttum vinnuverndar.

Húsnæði og vinnurými

Þegar vinnurými er skipulagt skal hafa hliðsjón af því starfi sem þar á að fara fram. Vinnurýmið þarf að vera öruggt og heilsusamlegt. Til eru reglur um húsnæði vinnustaða.

Nánar um húsnæði og vinnurými

Loftgæði innandyra

Góð loftræsting kemur í veg fyrir að inniloft verði starfsfólki til ama.

Hér er fjallað um lofthita, köld svæði, dagsúg, loftraka, koldíoxið, rokgjörn lífræn efnasambönd, fíngert ryk og mælingar á innilofti.

Nánar um loftgæði innandyra

Hávaði

Hávaði getur valdið varanlegu heyrnartjóni. Mikill hávaði skapar einnig aukna slysahættu. Draga verður úr hávaða á vinnustöðum ef hætta er á að hávaðinn fari yfir ákveðin mörk.

Hér er meðal annars fjallað um viðmiðunarmörk, hvernig draga má úr eða fyrirbyggja hávaða, notkun heyrnahlífa og mælingar á hávaða.

Nánar um hávaða

Lýsing

Viðeigandi lýsing getur dregið úr þreytu í augum og höfuðverk. Góð lýsing getur líka komið í veg fyrir slys á vinnustað.

Hér er meðal annars fjallað um gerð áhættumats vegna birtustigs.

Nánar um lýsingu

Titringur

Titringur getur valdið bæði óþægindum og varanlegum skaða. 

Hér er meðal annars fjallað um handar- og handleggstitring, líkamstitring og ráð til að bregðast við titringi.

Nánar um titring

Rafsegulsvið

Breytilegt rafsegulsvið berst út í rými svipað og aðrar bylgjur, til dæmis hljóðbylgjur.

Hér er fjallað um bein og óbein áhrif rafsegulssviðs á líkamann og mat á áhrifum.

Nánar um rafsegulsvið

Líffræðilegir skaðvaldar

Líffræðilegir skaðvaldar eru gerlar, veirur, sveppir, aðrar örverur og tengd eiturefni þeirra sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu fólks. 

Hér er meðal annars fjallað um erfðabreyttar örverur, erfðabreyttar lífverur og áhættumat.

Nánar um líffræðilega skaðvalda

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið