Umhverfisþættir
Húsnæði og vinnurými
Þegar vinnurými er skipulagt skal hafa hliðsjón af því starfi sem þar á að fara fram. Vinnurýmið þarf að vera öruggt og heilsusamlegt, auðvelt að þrífa, viðhalda og nýta á viðeigandi hátt.
Það þarf að tryggja að allar umferðaleiðir séu greiðar og markaðar þannig að starfsfólk hafi fullnægjandi og öruggt athafnarými.
Miðað er við að stærð vinnuherbergis, sem unnið er í að staðaldri meginhluta vinnudags, sé ekki undir 7 m² og sérhver starfsmaður skal að jafnaði geta notið 12 m³ loftrýmis við störf sín.
Sjá nánar í reglum um húsnæði vinnustaða.
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið