Bein áhrif
Bein lífeðlisfræðileg áhrif eru áhrif á mannslíkamann sem sannanlega eru af völdum nálægðar við rafsegulsvið.
Þar með talið:
Varmaáhrif, til dæmis varmaaukning í vefjum vegna orkugleypni rafsegulsviðs í vefjunum.
Varmalaus áhrif, svo sem örvun vöðva, tauga eða skynfæra.
Áhrif af þessu tagi geta haft skaðleg áhrif á andlegt og líkamlegt heilbrigði starfsmanna sem verða fyrir þeim. Enn fremur getur örvun skynfæra leitt til skammvinnra einkenna, svo sem svima eða ljóshrifa, sem gætu valdið tímabundnum óþægindum, haft áhrif á hugsun eða aðra starfsemi heila eða vöðva og þar af leiðandi á getu starfsmanns til að vinna á öruggan hátt
Óbein áhrif
Óbein áhrif eru áhrif hlutar innan rafsegulsviðs sem gæti sett öryggi og heilbrigði manna í hættu.
Til dæmis:
Truflun í rafrænum lækningabúnaði og -tækjum, þar með talið gangráðum og öðrum ígræddum tækjum eða lækningatækjum sem eru utan á eða inni í líkamanum.
Kasthætta af völdum járnsegulhluta í stöðusegulsviði.
Ræsing á rafrænum kveikibúnaði (hvellhettum).
Eldur og sprengingar þegar kviknar í eldfimum efnum út frá neistum af völdum spansvæða eða snertistrauma eða við neistaúrhleðslu.
Snertistraumar.
Mikilvægt er að hafa í huga að þau mengunarmörk sem mælt er fyrir um í reglugerð ná einungis yfir vísindaleg viðurkennd sambönd beinna lífeðlisfræðilega skammtímaáhrifa og skaðlegra áhrifa rafsegulsviðs. Reglugerðin gildir ekki um:
Mat á áhrifum
Þegar líkur eru á að starfsemi hafi í för með sér áhættu af völdum rafsegulsviðs skal atvinnurekandi meta áhrif rafsegulsviðsins sem starfsfólk verður fyrir á vinnustað og þar sem nauðsyn krefur, mæla eða reikna hve miklum skaðlegum áhrifum starfsmenn verða fyrir.
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi leiðbeiningum um góð vinnubrögð vegna vinnu í nálægð við rafsegulsvið: