Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Málaflokkur
Veiði - friðun
Undirritunardagur
15. ágúst 2023
Útgáfudagur
17. ágúst 2023
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 858/2023
15. ágúst 2023
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum, með síðari breytingum.
1. gr.
Við 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður svohljóðandi: Jafnframt er óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar en þó er heimilt að selja uppstoppaða grágæs.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 17. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 15. ágúst 2023.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.
B deild - Útgáfud.: 17. ágúst 2023