Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Seðlabanki Íslands

Málaflokkur

Evrópska efnahagssvæðið, Vátryggingar

Undirritunardagur

26. nóvember 2024

Útgáfudagur

10. desember 2024

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1458/2024

26. nóvember 2024

REGLUR

um aðlögun á grunnfjárhæðum í evrum fyrir starfsábyrgðartryggingu vátryggingamiðlara.

1. gr. Gildissvið.

Reglur þessar gilda um vátryggingamiðlara skv. lögum nr. 62/2019 um dreifingu vátrygginga.

2. gr. Vátryggingafjárhæðir starfsábyrgðartrygginga.

Vátryggingamiðlarar skulu við töku starfsábyrgðartrygginga skv. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 62/2019 um dreifingu vátrygginga hafa starfsábyrgðartryggingu sem nær yfir allt Evrópska efnahagssvæðið eða aðra sambærilega tryggingu vegna bótaábyrgðar sem leiðir af gáleysi í starfi, fyrir a.m.k. að jafnvirði 1.564.610 evra í íslenskum krónum vegna hvers tjónsatviks og samtals að jafnvirði 2.315.610 evra í íslenskum krónum á ári vegna allra tjónsatvika, nema slík trygging eða sambærileg ábyrgðaryfirlýsing sé þegar veitt af vátryggingafélagi, endurtryggingafélagi eða öðru félagi sem vátrygginga- eða endurtryggingamiðlarinn starfar fyrir, eða sem vátrygginga- eða endurtryggingamiðlarinn hefur umboð til að starfa fyrir, eða ef slíkt félag hefur tekið fulla ábyrgð á gerðum miðlarans.

3. gr. Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1935 frá 13. maí 2019 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/97 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir aðlögun á grunnfjárhæðum í evrum fyrir starfsábyrgðartryggingu og fyrir fjárhagslega getu vátryggingamiðlara og endurtryggingamiðlara, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 157/2020 frá 23. október 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55 frá 26. ágúst 2021, bls. 212-213.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/896 frá 5. desember 2023 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/97 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir aðlögun á grunnfjárhæðum í evrum vegna starfsábyrgðartryggingar og vegna fjárhagslegrar getu vátryggingamiðlara, endurtryggingamiðlara og vátryggingamiðlara í hliðarstarfsemi, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2024 frá 12. júní 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 65 frá 29. ágúst 2024, bls. 300-301.

4. gr. Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 5. mgr. 12. gr. laga nr. 62/2019 um dreifingu vátrygginga, öðlast þegar gildi. Á sama tíma falla úr gildi reglur nr. 775/2022 um aðlögun á grunnfjárhæðum í evrum fyrir starfsábyrgðartryggingu vátryggingamiðlara.

Seðlabanka Íslands, 26. nóvember 2024.

Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 10. desember 2024

Tengd mál