Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

A deild

Stofnun

Atvinnuvegaráðuneytið

Málaflokkur

Landbúnaður

Undirritunardagur

21. október 2025

Útgáfudagur

30. október 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 67/2025

21. október 2025

LÖG

um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993 (riðuveiki o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:

  1. 1. mgr. orðast svo:
    Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um varúðarráðstafanir til að útrýma eða hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma, sem nauðsynlegar eru ef upp kemur grunur um smitsjúkdóma sem eru tilkynningarskyldir, sbr. 2. mgr., eða ef þeirra verður vart og um nýja áður óþekkta sjúkdóma hér á landi, þ.m.t. ákvæði um sóttvörn og samgang við svæði þar sem sjúkdómur hefur komið upp. Heimilt er að kveða á um sérstakt eftirlit, bann við flutningi, einangrun dýra og bæja og/eða húsa, rannsóknir, hreinsun, ónæmisaðgerðir, þ.m.t. ræktun, sjúkdómameðferð, aflífun í rannsóknarskyni, sýnatöku og skýrslugerð, aflífun dýra og eyðingu dýrahræja. Ráðherra er heimilt að fela Matvælastofnun með reglugerð að taka ákvarðanir um slíkar aðgerðir og viðbrögð við dýrasjúkdómum sem koma upp, sem og ákvarðanir um greiðslu bóta.
  1. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Ráðherra er heimilt að setja ákvæði í reglugerð um flokkun landsvæða, bæja og starfsstöðva þar sem sérstakar ráðstafanir skulu gilda til að hefta útbreiðslu alvarlegra dýrasjúkdóma í samræmi við eðli viðkomandi sjúkdóms og faraldsfræðilegra þátta. Matvælastofnun skal birta flokkunina á vef sínum.

2. gr.

Við c-lið 1. tölul. 8. gr. laganna bætist: þ.m.t. ræktun.

3. gr.

1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:

Matvælastofnun er heimilt að takmarka eða banna flutning á öllu því sem borið getur smitefni, þar á meðal dýrum, vörum, afurðum, fóðri eða tækjum á milli eða innan sóttvarnarsvæða eða landsvæða, bæja og starfsstöðva, samkvæmt flokkun á grundvelli 3. mgr. 7. gr. telji stofnunin að það valdi eða sé líklegt til að valda útbreiðslu sjúkdóma meðal dýra.

4. gr.

Við 2. málsl. 17. gr. laganna bætist: skv. 8. gr. eða ákvörðun Matvælastofnunar samkvæmt reglugerðum settum með stoð í 7. gr.

5. gr.

Í stað orðanna „samkvæmt fyrirmælum ráðherra að tillögum Matvælastofnunar“ í 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: skv. 8. gr. eða ákvörðun Matvælastofnunar samkvæmt reglugerðum settum með stoð í 7. gr.

6. gr.

2. mgr. 25. gr. laganna orðast svo:

Ráðherra er heimilt með reglugerð að skilgreina arfgerðir þess fjár sem má flytja yfir varnarlínur og arfgerðir fjár sem ekki má flytja yfir varnarlínur.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 26. gr. laganna:

  1. Á eftir orðinu „ráðherra“ tvívegis kemur: eða Matvælastofnunar.
  2. Á eftir orðunum „samkvæmt lögum þessum“ kemur: eða reglugerðum settum samkvæmt þeim.

8. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 21. október 2025.

Halla Tómasdóttir.

(L. S.)

Hanna Katrín Friðriksson.

A deild — Útgáfudagur: 30. október 2025

Tengd mál