Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Mínar síður fá aðgengisviðurkenningu

Á Íslensku vefverðlaununum 2021 unnu Mínar síður verðlaun fyrir besta vefkerfi landsins og fengu sömuleiðis sérstaka viðurkenningu fyrir aðgengismál.

„Krafa um gott aðgengi er sjálfsögð krafa um uppfyllingu sjálfsagðra mannréttinda. Aðgengi að opinberum upplýsingum í heimi þar sem slíkar upplýsingar færast í auknum mæli yfir í stafrænt form, skiptir höfuðmáli. Stórt og flókið verkefni sem er hvergi nærri lokið en hvert skref er stigið í rétta átt, án mismununar. Það er frábært að hugsa til þess að hægt sé að nálgast mikilvæg gögn og framkvæma algengar aðgerðir, þvert á stofnanir, innan eins vefsvæðis. Sú hugsun er samstíga almennri hugsun um aðgengi og einfaldleika . Megi þessi viðurkenning verða til þess að hugmyndin um jafnt aðgengi allra haldi áfram að verða leiðarljós í frekari þróun komandi ára.“

„Vefkerfi ársins er með skýrleika í fyrirrúmi og gerir flókna umsýslu gagna þægilega í notkun. Vefurinn er einstaklega notendavænn og aðgengismál alveg til fyrirmyndar. Veftréð er einfalt, rökrétt og vel sett upp og styður vel við notendur með skýrum hætti. Augljóst er að lögð hefur verið mikil vinna í að einfalda flókin ferli með hag notenda að leiðarljósi. Jafnvel þótt að vefurinn sé enn í þróun þá eru gæðin á þá leið að auðvelt er að leyfa sér að hlakka til þegar lokaútgáfa liggur fyrir.“