Mínar síður
Hvað þarf stofnun að gera?
Senda inn til Stafræns Íslands með upplýsingum um tæknilegan tengilið.
Þróa vefþjónustu eftir stöðlum Stafræns Íslands.
Tengjast Straumnum (X-Road).
Ávinningur fyrir stofnanir
Mínar síður Ísland.is er þjónustugátt fyrir allar stofnanir sem þurfa að koma upplýsingum eða gögnum til notenda sinna. Með notkun þess stuðla stofnanir að bættri þjónustu með aukinni sjálfvirkni og yfirsýn yfir miðlun gagna.
Viðmót Minna síðna er notendavænt og fylgir aðgengisstefnu Ísland.is. Viðmótið skalast vel í ólíkum skjástærðum og er með tungumálastuðningi.
Mínar síður safna engum gögnum heldur sækja þau til stofnunar á öruggan hátt í vefþjónustur í gegnum Strauminn (X-Road). Stofnun þróar sínar vefþjónustur og ákveður síðan hvernig gögnin birtast notandanum, í samstarfi við hönnunarteymi Stafræns Íslands.
Með því að nýta sér Mínar síður Ísland.is þarf stofnun ekki að innleiða innskráningar- og umboðskerfi Stafræns Íslands.
Hvaða hlutverki gegnir Stafrænt Ísland?
Þjónusta í gegnum Mínar síður býðst stofnunum að kostnaðarlausu. Stafrænt Ísland sér um rekstur og viðhald framendans ásamt því að tryggja uppitíma og öryggi innskráningar- og umboðskerfa. Stofnunin þarf að tryggja uppitíma sinna vefþjónusta.
Framsetning efnis fylgir hönnunar- og efnisstefnu Ísland.is en framendinn er þróaður í samstarfi við viðkomandi stofnun. Stafrænt Ísland getur aðstoðað við uppsetningu og þróun á vefþjónustum ef þess er óskað.
