Kaupendur geta tekið þátt í sameiginlegum innkaupum með öðrum kaupendum.
Í samræmi við stefnu um hagkvæmni og skilvirkni í opinberum rekstri er lögð áhersla á möguleika opinberra aðila til að vinna saman að innkaupum. Þetta getur verið gagnlegt til að nýta stærðarhagkvæmni og stuðla að betri nýtingu fjármuna.
Sameiginleg innkaup ná yfir öll innkaupaferli sem tilgreind eru í lögum og reglum, þar með talið innkaup sem framkvæmd eru samkvæmt rammasamningum.
Þegar kaupandi sér um innkaup bæði fyrir sig og fyrir hönd annarra, eða þegar kaupendur taka þátt í sameiginlegu innkaupaferli, ber hver þeirra sameiginlega ábyrgð á að uppfylla sínar skyldur samkvæmt lögum. Hver kaupandi ber einnig persónulega ábyrgð á samningum sem gerðir eru fyrir hans hönd og á þeim hluta innkaupa sem hann gerir í eigin nafni.
Ráðherra getur til að mynda sett fram reglugerðir sem skylda ráðuneyti og ríkisstofnanir til að taka þátt í ákveðnum sameiginlegum innkaupum, með það að markmiði að hámarka fjárhagslega hagkvæmni og samhæfingu innkaupastefnu.
Ef kaupandi telur að aðrir opinberir aðilar séu með svipaðar eða sömu þarfir og verið er að uppfylla með kaupunum þá eru þeir hvattir til að hafa samband við Fjársýsluna sem aðstoða við að tengja kaupendur saman og sem skilvirkasta hátt.