Fara beint í efnið
Fjársýslan (Innkaup)

Að kaupa inn fyrir opinbera aðila - Innkaupaferli

Ferlið við opinber innkaup miðar að því að ná góðum samningi. Vönduð innkaup fela í sér fjóra meginþætti sem breytast ekki, sama hver kaupin eru.

Að kaupa inn í fyrsta sinn

Ef kaupandi er að kaupa vöru eða þjónustu í fyrsta sinn sem opinber aðili þarf viðkomandi að hafa ýmist í huga áður en fyrsta skref innkaupa er tekið.

Um að kaupa inn í fyrsta sinn

1. Greining

Kaupandinn gerir innkaupagreiningu og áætlanir. Þá kemur í ljós hvort upphæð verði yfir viðmiðunarfjárhæð eða ekki.

Ef kaupin eru hugsanlega yfir viðmiðunarfjárhæðum er send inn verkbeiðni til Fjársýslunnar, að greiningu lokinni.

Hægt er að senda inn fyrirspurn til Fjársýslunnar til þess að fá aðstoð eða leiðbeiningar við greiningarvinnuna.

Um greiningu

2. Undirbúningur

Kaupandi og Fjársýslan vinna útboðsgögn í sameiningu. Kaupandi skilar inn lýsingu á því sem þarf að kaupa og Fjársýslan aðstoða við að skrifa útboðstæknilegan hluta útboðsins.

Um undirbúning

3. Útboð

Tíminn frá því útboð er auglýst og þangað til tilboð er valið. Gera má ráð fyrir að útboðstími sé rúmir tveir mánuðir.

Um útboð

4. Samningsstjórnun

Samningsstjórnun er á ábyrgð kaupandans. Með henni er tryggt að seljandi uppfylli skilyrði samnings.

Um samningsstjórnun


Fyrsta skref: Greining á innkaupum

Fjársýslan (Innkaup)

Hafðu samband

Sími: 545-7500

Netfang: postur@fjarsyslan.is

Afgreiðslu­tími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6, (Fjársýslan), 1. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 540269-7509