Fara beint í efnið
Fjársýslan (Innkaup)

Að kaupa inn fyrir opinbera aðila - Innkaupaferli

1. Greining

Opinber innkaup hefjast á greiningu sem er svo send með verkbeiðni til Fjársýslunnar. Tímalengd greiningar tekur mið af því hversu ítarlegar upplýsingar liggja fyrir.

Á hvernig formi eru greiningar og áætlanir gerðar? Yfirleitt eru þessi skjöl sett upp í ritvinnsluforritum eins og til dæmis Word. Þegar verkbeiðnin er send inn eru þau látin fylgja með á pdf-formi.

Greiningin skiptist í innkaupagreiningu og gerð áætlana.

Verkbeiðni send

Fjársýslan þurfa að fá formlega verkbeiðni svo að hægt sé að hefja samstarf um undirbúning fyrir innkaupaferlið. Í beiðninni er beðið um grunnupplýsingar um verkefnið. Innheimt er fyrir þjónustu sérfræðinga Fjársýslunnar eftir gjaldskrá.

Senda verkbeiðni til Innkaupasviðs Fjársýslunnar

Á að kaupa nýsköpun?

Til að greiða leið nýsköpunarfyrirtækja að innkaupunum má leggja áherslu á að skilgreina þörfina eða vandamálið sem á að leysa. Þetta er sett í forgrunn frekar en kröfur um hvernig lausnin eigi að vera. Það má líka athuga að hafa tækniforskriftir í tæknilýsingu ekki of ítarlegar.

Tékklisti kaupanda

  • Tryggja að fjárveiting sé til staðar.

  • Ef við á, taka saman kostnað við núverandi samning.

  • Tilnefna starfsmenn innan raða kaupanda til að leiða verkefnið.

  • Kanna þörf á tæknilegum ráðgjafa. 

  • Senda inn fyrirspurn til Fjársýslunnar ef þörf er á aðstoð við greiningarvinnu.

  • Gera innkaupagreiningu þar sem þarfagreining og tæknilýsing er mótuð. 

  • Gera áætlanir um virði samnings í formi kostnaðar- og tímaáætlunar.

  • Athuga hvort að upphæð sé yfir viðmiðunarmörkum, hvort þörf sé á útboði eða hvort miðlægur samningur sé í gildi fyrir vöru, þjónustu eða framkvæmd sem á að kaupa.

  • Senda inn verkbeiðni til Fjársýslunnar til að koma ferlinu af stað.


Næsta skref: Undirbúningur útboðsgagna

Fjársýslan (Innkaup)

Hafðu samband

Sími: 545-7500

Netfang: postur@fjarsyslan.is

Afgreiðslu­tími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6, (Fjársýslan), 1. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 540269-7509