Fyrirspurn til innkaupasviðs Fjársýslunnar
Vantar þig aðstoð?
Þjónusta innkaupasvið Fjársýslunnar er margþætt. Nær hún yfir innkaup opinberra aðila á vörum og þjónustu í formi útboða og miðlægra samninga (DPS og Rammasamningar)
Ef þú ert að huga að innkaupum en veist ekki hvar á að byrja, ekki hika við að hafa samband og við leiðbeinum þér á rétta braut.
Verkbeiðni til innkaupasviðs Fjársýslunnar
Fjársýslan þarf að fá formlega verkbeiðni svo að hægt sé að hefja undirbúning fyrir útboð eða annað innkaupaferlið.
Í beiðninni er beðið um grunnupplýsingar um verkefnið.
Innheimt er fyrir þjónustu sérfræðinga Fjársýslunnar eftir gjaldskrá.
Gott er að hafa í huga hvenær þarf að fara í útboð og skoða Innkaupaferli Fjársýslunnar
