Fyrirspurn til innkaupasviðs Fjársýslunnar
Vantar þig aðstoð?
Þjónusta innkaupasvið Fjársýslunnar er margþætt. Nær hún yfir innkaup opinberra aðila á vörum og þjónustu í formi útboða og miðlægra samninga (DPS og Rammasamningar)
Ef þú ert að huga að innkaupum en veist ekki hvar á að byrja, ekki hika við að hafa samband og við leiðbeinum þér á rétta braut.
Verkbeiðni til innkaupasviðs Fjársýslunnar
Fjársýslan þarf að fá formlega verkbeiðni svo að hægt sé að hefja undirbúning fyrir útboð eða annað innkaupaferlið.
Starfsmaður skráir sig inn með rafrænum skilríkjum.
Muna að skrá sig inn á sínum persónulegu skilríkjum, ekki með umboði stofnunar.
Starfsmaður skráir inn grunnupplýsingar um verkefnið.
T.d. heiti, kostnaðaráætlun, stutta lýsingu og svo framvegis.
Umsókn send inn.
Öll skil fara í gegnum Zendesk og ætti því staðfestingarpóstur að berast.
Ef póstur berst ekki, vinsamlega sendið fyrirspurn á fjarsyslan@fjarsyslan.is
Gott að vita
Innheimt er fyrir þjónustu sérfræðinga Fjársýslunnar eftir gjaldskrá.
Gott er að hafa í huga hvenær þarf að fara í útboð og skoða Innkaupaferli Fjársýslunnar
